Ekki benda á mig! sagði...

Sýnist allir vera að leika hlutverk varðstjórans og segjast ekkert vita og hafa verið að æfa kórinn þegar þetta gerðist.

Mér finnst það afar ólíklegt að enginn annar en framkvæmdarstjórinn hafi haft pata eða vitund um þetta mál. Og svo ef að hann kemur fram og segist ekkert vita þá loksins er hringurinn fullkomnaður.

Þetta er án efa byrjað að líta út sem fyrsta risastóra pólitíska hneykslismálið á þessari öld. Það að þarna virðist flokkurinn hafa boðið sig til sölu og það ekki fyrir neinn smápening. Og ekki er það skárra að þetta er örfáum dögum áður en lög sem banna þessar háu upphæðir taka gildi. Kannski löglegt en svo sannarlega ekki siðlegt og alls ekki til þess að auka á trúverðugleika flokksins. Þvert á móti þá gefur þetta það í skyn að þessi flokkur þjóni hagsmunum annarra umfram hagsmuni kjósenda, þ.e.a.s. hæstbjóðanda.


mbl.is Hafði ekki hugmynd um þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband