Lýðræði? eða sérhagsmunaræði?

Ótrúlegt að Jóhanna skuli hafa lúffað fyrir þessum spillingarsinnum úr Sjálfstæðisflokkinum. Ef eitthvað var boðberi aukins áhuga fólks á breytingu hérlendis voru það þessar stjórnarskrárbreytingar. En Sjöllum tókst það sem þeir miðuðu að þó að þeir séu í minnihluta á þinginu, með ruddaskap, hótunum og undirferli þá tókst þeim að hindra framgang lýðræðis hérlendis.

Við fáum að lifa við sama gamla kerfið sem skilaði okkur síðustu árum sem enduðu með þessum gífurlega stæl, efnahagshruni og algjörri óvissu um hvert við stefnum í öllum málum. Þar með talið lýðræðinu.

Það eru að koma núna upp aftur og aftur dæmi um það að siðleysi, óheiðarleiki og græðgi fékk viðgengist hér í valdatíð sjálfstæðismanna, styrkir voru þegnir án þess að pælt væri í siðferði, og sumir styrkir virðast geta tengst fyrirgreiðslu ákveðinna mála miðað við tímasetningar. Þingmenn flokks stíga í pontu og segja að það sé mikilvægt að flokkurinn stjórni auðlind sem öll þjóðin á að eiga, sami flokkur berst svo gegn meintri valdskerðingu sinni og jafnframt að eign þjóðarinnar á auðlindinni sé staðfest inn í stjórnarskrá.

Hvað mynduð þið halda ef að hér væri verið að lýsa stjórnmálaflokki úr erlendu landi? Mynduð þið halda að þar hefði verið eðlilega stjórnað síðustu 18 ár? Að fólkið í landinu væri betur komið með þennan flokk áfram við völd eða ekki?


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst ekkert á VG.  Steingrímur aetlar ad fara mjög haegt í ad breyta kvótakerfinu.  THAD ER ALGJÖRLEGA ÓVIDUNANDI STEFNA.

Thessi útgerdarfyrirtaeki sem eru í vandraedum núna EIGA AD FARA Á HAUSINN.  Thad á ad hrifsa kvótann af bröskurunum STRAX! 

Er Steingrímur jafn spilltur og götustrákarnir í spillingarflokknum?  ER STEINGRÍMUR ALGJÖRLEGA Í VASANUM Á SÉRHAGSMUNAKLÍKUNNI?

Ekki er annad til ráda en ad safna atkvaedum fyrir SAMFYLKINGUNA.  Jóhanna Sigurdardóttir er hardákvedin í ad hrifsa tilbaka 100% réttmaeta eign thjódarinnar.  Samfylkingin og Frjálslyndiflokkurinn eiga ad fá góda kosningu. 

Já einmitt hún kom nefninlega í gaer (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband