20.4.2009 | 12:34
Og hvað ætli stuðningur Sjálfstæðisflokks kosti?
Miðað við gjaldskránna hjá þeim virðast stórmál og stuðningur við þau hafa kostað 25-30 millur undanfarið, örugglega samt búið að hækka, kreppan og allt það sko.
Getur ekki einhver ESB sinnaður milli bara "styrkt" Sjallana um þessa upphæð? málið dautt!
Þá getur Bíbí farið í helgan stein og byrjað að skrifa hasarmyndarhandrit á bloggið sitt. Die Hard 5 eða eitthvað...
Held að hann ætti a.m.k. að fara hafa hægt um sig og sína alræðishugsun, hugsun sem sjallar virðast hafa alið meðal sín eftir allt, allt of langa stjórnarsetu og að hafa komist upp með of mikinn sora á þeim tíma, án afleiðinga.
Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Elsku gamli, þreytti, tapsári og Björn Bjarnason "besserwisser":
Þinn tími er liðinn, í þér kristallast samnefnari alls þess sem "Nýja Ísland" þarf síst á að halda. Reyndu að skilja að "Sjálfstæðis"FL-okkurinn er ekki nafli alheimsins, hann getur lognast út af eins og aðrir flokkar, og er raunar að drepa sig sjálfur með heimskulegri, þvergirðingslegri og þjóðhættulegri afstöðu til lýðræðisumbóta og ESB-aðildar.
Menn breyta ekki flokknum innan frá, það er fullreynt sbr. landsfundinn. Næsta skref verður vonandi það að gott og greint "Sjálfstæðis"fólk mun stofna nýjan hægriflokk, lausan við spillingar- og mútumál þess gamla, sem þú tilheyrir.
Vertu sæll, pólitíkin á Íslandi versnar örugglega ekki við brotthvarf þitt.
Rex (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.