11.7.2009 | 16:56
Ótrúlega furðuleg þrjóska
Maður hlýtur að spyrja sig að því hvað búi þarna að baki þessarar lagatúlkunar slitanefndar SPRON, því ekkert hafa þeir lagt fram henni til stuðnings. Jafnvel löggjafinn sjálfur Alþingi virðist einróma í því að þetta sé rangt hjá slitanefndinni...
Þannig að maður spyr bara, hvað mun koma í ljós þegar kemur að því að greiða út vangoldin laun þessara starfsmanna? Eitthvað nýtt vandamál mun koma upp það er ég alveg viss um því að þessi þrjóska var það mikil. Var verið að reyna ávaxta "eignirnar" eða féð sem átti að greiða á einhverjum reikningi til þess að einhver sem hefur tengsl við SPRON í gegnum slitanefndina fái meira þegar að því kemur eða? Ég er bara með vangaveltur því að þetta hljóta að vera töluverðar upphæðir þessi vangoldnu laun...
Lög um laun starfsmanna Spron | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ótrúlegt að fyrverandi starfsmenn fjarmálastofnanna fái sérmeðferð þegar fyrirtækið sem þeir voru að vinna hjá fer í þrot.
Afhverju eru starfsmönnum gjaldþrota fyrirtækja mismunað, siðleysi og blaut tuska framan í fyrverandi starfsmenn annarra fyrirtækja sem eru að bíða eftir launum sínum. Af hverju gat þessi heimild ekki verið almenn, það er að öllum skiptastjórum væri heimilt að greiða launin.
Fyrst Álfheiður og co voru svona viss um að þetta mætti gera án lagabreytinga því var þessi breyting aðeins gerð tímabundinn. Hvaða einstaklinar eru þetta og hvaða tök hafa þeir á þessum stjórnmálamönnum.
Þetta telst spilling að mismuna einstaklingum
andri (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.