13.7.2009 | 21:56
En hérna, hvað með milljarðasvindlin?
Ég spyr nú bara afhverju skattayfirvöld séu að velta sér upp úr skitnum 250 milljónum af meintri misnotkun sem ekki hefur verið tilgreint betur en það að lítið sé verið að dæla meir en 100 lítrum í einu... Kannski spurning að þessir gaurar átti sig á því að það er ekkert verið að dæla úr þessum dælum á stórar vinnuvélar, yfirleitt er komið með eldsneytið á staðinn fyrir þær. Minni vinnuvélar eru því það sem mest notast við sjálfsafgreiðsluna sem og björgunarsveitirnar.
En já ég held að svona meint tittlingaskíts misnotkun megi alveg bíða á meðan lagt er að því að finna milljarða sem horfið hafa hérlendis um og eftir bankahrunið. Og þess vegna lengra aftur í tímann. Því ljóst þykir að ekki var eðlileg hegðun stunduð í þessum bankageira.....
En nei, það á alltaf að eltast við lítilmagnann fyrst ef að minnsti grunur leikur á minniháttar brotum.
Milljónasvindl með litaða olíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
semsagt... ef að einhver stelur bílnum þínum.
er mér þá alveg óhætt að koma að stela sjónvarpinu þínu, vegna þess að einhver annar er búin að stela einhverju öðru og dýrara ?
Árni Sigurður Pétursson, 13.7.2009 kl. 22:22
Nær væri að líkja þessi við það að einhver stelur af manni smáklinki eða þúsundköllum. Hvort er líklegra að þú viljir skoða frekar og fyrr?
Að líkja saman bílþjófnaði við innbrot er ekki beint það sama...
Skaz, 26.7.2009 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.