Skömm íslenska ríksins algjör...

Við getum ekki haldið uppi grunnþjónustu um björgunarmál með þyrlunum. Getum varla rekið gömlu varðskipin, íhugað að leigja það nýja út fyrst um sinn eftir að hafa frestað móttöku þess nú þegar. Og svo var spurning um það sama með nýju fluggæsluvélina....

Er þetta ekki brandari eða? Er þetta virkilega mat ríkisins á fjárþörf gæslunnar sem hefur verið að aukast að sé kölluð út að skera niður?

Á meðan er 40 manna sérsveit ríkislögreglustjóra fullfjármögnuð og stundar ítrekað æfingar og er oftar kölluð út vegna nýrra vinnureglna í útköll sem engin þörf var á henni í...

Spurningin sem Ragna er að velta fyrir sér um að leggja niður fjármálasvartholið sem RLS er... 

 

Og svo eru einhverjir duttlungar fjármálaráðherra um NATO að ráða því hvort að við séum að uppfylla skyldur okkar um loftrýmiseftirlit með herliðum frá öðrum þjóðum, þar sem við stöndum á bak við brot af þeim kostnaði. 11 skitnar milljónir  miðað við að talað er um milljarða sem þarf að finna. 

Væri ekki nær að fara í endurskoðun á skipulagi ýmissa annarra stofnanna s.s. ráðuneytanna sjálfra? ýmsir smákóngar þar sem mega alveg missa sín sem og nefndir og fleira. 

 


mbl.is Þyrluþjónustan til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er nú allsérstakt að gæslan geri upp á milli slökkviliða þegar beðið er um samskonar aðstoð. Í síðustu viku logaði sinueldur langt ofan við Hafnarfjörð og þar eyddi gæslan nokkrum dýrum klukkustundum með þyrlu og flutti um 80 tonn af vatni í 47 ferðum en gat ekki aðstoðað slökkvilið Grindavíkur við flutning á aðeins broti af því vatnsmagni sem þurfti í fyrri viku. Í báðum tilvikum var engin hætta á ferðum en ljóst að báða eldana þurfti að slökkva. Þyrlan kom strax til aðstoðar ofan við Hafnarfjörð en þrátt fyrir margra daga baráttu Grindvíkinga var ekki hægt að aðstoða þá.

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband