Sjálfsblekking eða áróður?

Mér er nú spurn hvort að þessi staðhæfing Steingríms um að ekki finnist fyrir minni greiðsluvilja hjá bönkunum sé rétt. Hvort Fjármálaráðherra er að fara með fleipur, vitnar í einhverja hentuga skýrslu sem er kannski ekki alveg rétt eða er bara hreinlega að ljúga, það eru spurningarnar sem ég hef.

Það ER minni greiðsluvilji, enda er greiðslugeta fólks líka minni. Núna þegar frystingar á lánum fara að renna út mun þetta koma mjög vel í ljós. Enda margir búnir að spandera sparnaði sínum til margra ára í það að borga af ofurháum og óraunhæfum afborgunum af lánum og öðrum skuldum. Afborgunum sem eru að sliga fólk sökum þess að þær eru verðtryggðar.

Ég held nú ekki að Steingrímur sé heimskur maður. Hann veit að það er hætta á almennu greiðsluverkfalli meðal almennings. Og mér finnst sem svo að hann sé að nota svona viðtöl til þess að koma fram áróðri til höfuðs því að fólk taki saman höndum og hætti að borga. Steingrímur er logandi hræddur við þetta og vill að fólk haldi að það séu fáir sem eru tilbúnir að hætta að borga. 

Svona er bara gert í fasista- og kommúnistaríkjum. Merkilegt að Ísland er búið að fara frá því að vera undir Fasistanum Davíð Odds í það að sitja undir Steingrími kommúnista....

Merkilegt að búa á Íslandi í dag...kannski að maður pæli í því að flytja til þess að losna við þá ólukku að lifa á áhugverðum tímum.


mbl.is Háskalegt að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband