22.9.2009 | 20:23
Hefur tröllatrú á að bíða eftir kraftaverki?
Ég veit ekki hvað Steingrímur er að hugsa að láta svona út úr sér, eins með Jóhönnu að nefna áramótin sem tímamörk fyrir einhverjum aðgerðum til handa heimilum í vanda...
Það er ekki laust við að maður fái smávegis Deja Vu tilfinningu við að heyra þessa staðhæfingu. Enda er ekki langt síðan síðasti forsætisráðherrann Geir Haarde "haarderaðist" og beið eftir kraftaverki frá atvinnulífinu...
Íslenskir stjórnmálamenn virðast hafa það of náðugt ef að þeir búast alltaf við því að atvinnulífið geti alltaf tekið á öllum slaka í samfélaginu. Sérstaklega núna þegar ljóst þykir að einkareknir bankar og fjármálafyrirtæki klúðruðu sínum málum hressilega...
En í stuttu máli þá er það ekki traustvekjandi að fjármálaráðherra lands segist óbeint vera að bíða eftir kraftaverki...
Fjármálaráðherra bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.