Var þetta nauðsynlegt?

Afhverju gerði lögreglan þetta? Var einhver ástæða til þessa eða voru þeir bara að æsa fólkið upp eða?

Persónulega skil ég fólkið að það grýti lögregluna ef að þetta var gert að ástæðulausu, enda bregst maður þannig við þegar á mann er ráðist. 

Hins vegar finnst mér það sorglegt að þetta skuli hafa verið látið þróast út í það að lögreglan sé grýtt....


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Eflaust ekki var löggan kannski grýtt eftir á þeir notuðu táragasið?

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 01:21

2 identicon

Bíddu hvað er að ykkur - Ef ráðist er á lögregluna sem er bara að sinna sínu starfi, þá hefur hún fullan rétt á því að ráðast á fólk sem hagar sér eins og smá krakkar í frékjukasti.  Þið sem mótmælið með ofbeldi og eignaskemmdum TALIÐ EKKI Í MÍNU NAFNI. 

Og p.s. hverjir halda þeir "mótmælendur" sem skemma eigur þjóðarinna að þurfi svo að borga skemmdirnar - Þær koma beinnt úr sköttum landisins 

Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:30

3 identicon

ástandið er á ábyrgð hins opinbera, ríkisstjórnin er búin að skapa þetta ástand með setu sinni, við að hlunkast áfram í sama farinu og gera mistök á mistök ofan, hvort sem það er í samskiptum við þjóðina eða erlendar þjóðir sem er búið að kosta Ísland formúgu , kosta okkur þjóðina meir en orð fá lýst.

það að beita valdnýðslu eins og gert var hér, það er óviðunandi, það er óviðunandi og óskynsamlegt að beita eiturefnavopnum á almenning þó hann hegði sér "illa" ,,,, hvað næst, ætla þeir að skjóta gúmmíkulum á fólk?

hvað ef fólk hættir að kveikja bálkesti, hvað ef þeir kveikja bara í molotov kokteilum og kasta á alþingið og lögregluna?

þetta er viðkvæmt ástand og stjórnleysi og úrræðaleysi hjá lögreglunni er óviðunandi, lögreglan á alls ekki að ögra lýðnum undir neinum kringumstæðum, það ríkir nóg örvænting hjá fólkinu fyrir og lögregluþjónum líka sem sjalfir sitja í supunni eins og langflestir íslendingar í dag.

það hefði verið skynsamlegra og hættulausara að sprauta vatni á fólkið, táragas er ekkert annað en eiturefnavopn sem á að banna.

ríkisstjórnin á að segja af sér án tafar og skilyrðislaust
neyðarstjórn á að vera sett á laggirnar og boða til kosninga eins fljott og auðið er

ég skora á ólaf ragnar grímsson að taka stjórnarmyndunarumboðið af geir haarde án tafar , því hann er algerlega vanfær um að lesa í aðstæður og gera það rétta.

bermudaskal (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:00

4 identicon

Ráðist var að lögreglunni með grjóti EFTIR að þeir sprengdu táragashylki sem meiddi fjölda manna, bæði óeirðaseggi (sem mér fannst persónulega mjög fáir) og alla sem í kringum torgið stóðu í friði.  Við það braust út mikil reiði sem er bara mjög skiljanleg!  Ég var lengst í burtu, upp við kaffi París og samt svíður mig ennþá í augun, hálsinn og andlitið.

Hvernig ætlar lögreglan að útskýra notkun táragass í fyrsta skipti í 60 ár?

Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi og mér heyrðist á hópnum að árásirnar verði mun verri á morgun. 

Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:00

5 Smámynd: Gunnar

Ég var þarna og af hálfu mótmælenda var ekkert ofbeldi fyrr en eftir að þeir sprengdu gasið. Vissulega voru einn og einn að atast í löggunni en það var bara í formi þess að ýta á skildina þeirra og einstaka sinnum að kalla þá illum nöfnum.

Ef þeir vildu losna við þetta bögg (sem ég myndi alveg skilja) þá áttu þeir að mazea viðkomandi og taka einstaklinga úr umferð en ekki gasa hundruðir friðsamra mótmælenda sem voru að tromma og syngja.

Algjörlega tilefnislaus árás með baneitruðu gasi. Ég forðaði mér eftir að þeir héldu áfram að sprengja táragas aftur og aftur og aftur. Hátt í 20 bombur sprengdar fyrir kl. 1. Engu grjóti hent í lögguna fyrr en eftir táragasið.

Þetta er auðvitað ekki ákvörðun einstakra lögreglumanna sem flestir standa sig eins og hetjur við mjög erfiðar aðstæður. Þetta er stjórnvaldsákvörðun til að sýna hver ræður. Ruddaleg aðferð og baneitruð til þess að dreifa mannfjöldanum.

Og já, eftir að þeir gösuðu ÞÁ kom ofbeldi frá mótmælendum. Skrítið. 

Þarna er fólk á öllum aldri, vissulega yngist þegar líður á kvöldið en engu að síður fullt af fullorðnu fólk, þar á meðal ég. 

Gunnar, 22.1.2009 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband