Stormur í vatnsglasi hjá Geir H. Haarde

Mér sýnist það standa þarna svart á hvítu að AGS hafi engan vilja fyrir því að dragast inn í pólitískar deilur og því verði að vera trúnaður á þessum ummælum. Þannig að mér sýnist sem svo að Geir og Sjallarnir hafi verið að eltast við drauga. En það kemur mér svolítið á óvart að Geir virðist halda að það hafi enginn trúnaður átt að hvíla á þessu þar sem að mig rámar sterklega í það að hann hefði haldið því fram að einmitt hið gagnstæða ríkti alltaf hjá AGS þegar hann var forsætisráðherra. Þannig að það er áhugavert hversu fljótur hann er að gleyma því ef að það var á annaðborð rétt hjá honum.

Annars er þessi stjórnarandstaða ennþá að læra á það að vera ekki við borðið og að fá að vita allt strax og fá að skipta sér af öllu. Ætli þingmenn sjálfstæðisflokksins séu að átta sig á því hversu steingelt stjórnarandstaðan hefur orðið síðustu 2 áratugi þökk sé í engum litlum mæli valdatíð þeirra sjálfra. 


mbl.is Davíð og dularfulla bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæl

Greinilegt er að AGS er með kurteislegum hætti að benda Geir á að þeir geti ekki afhent honum eintak af endanlegri umsögn sinni, þar sem slíkar umsóknir fari beint til stjórnvalda. Athugasemd AGS virðist því eiga við lokaútgáfu hennar, ekki upprunalegu "tæknilegu ábendingarnnar" sem margítrekað var að yrðu að vera í trúnaði - sbr pósta AGS til forsætisráðuneytisins.

Geir hefur því aðeins hlaupið á sig þarna - hann hlýtur að biðjast afsökunar þegar það rennur upp fyrir honum.

Bestu kveðjur,

Hrannar Björn Arnarsson, 16.2.2009 kl. 19:36

2 identicon

Sjálfstaedisflokkurinn hefur ávalt verid thjódinni til ógagns og mikils skada.  Sjálfstaedisflokkurinn eru samtök theirra sem hafa thad ad markmidi ad féfletta íslendinga.  Ekkert annad markmid hefur thessi flokkur.  Ekkert!.

Minnst 90% theirra sem kjósa flokkinn, kjósa gegn hagsmunum sínum.  Og til langtíma litid thá kjósa 98% sjálfstaedisflokkinn sér til ógagns og skada.

Hvad vardar Geir er thad ad segja ad allt yfirbragd hans er yfirbragd manns sem er yfirvegadur og talar sannindi.....en thví midur er thetta bara yfirbragd.  Allt sem hann sagdi á sl. ári var BULL og LAUST vid allt VIT.  Hann virdist vera marklaus rola.

Thad er ekki vid neinu gódu ad búast frá sjálfstaedismönnum.  Hvernig heldur fólk ad thessir sjálfstaedismenn geti haft einhverja sjálfsvirdingu thegar their t.d. stydja kvótakerfid.  Thad eitt gerir thá algörlega ómarktaeka.

Hólmduft Heimski Hanz Gizzurarzen (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband