Úr óvæntri átt, en alveg hárrétt.

Ég held að Sigmundur sé með þetta alveg á hreinu. Það þarf að hamra járnið á meðan það er heitt. Og núna þarf að ganga á eftir Gordon Brown hvort að hann hafi misst út úr sér einhverjar upplýsingar þarna um að Bretar séu að ná einhverjum einhliða samningi við IMF um Ísland og meintar íslenskar skuldir. Eða hvort að maðurinn sé virkilega að ætlast til þess að við borgum skuldir banka sem var skráður í Bretlandi og óumdeilanlega á ábyrgð þarlendra yfirvalda þó svo að íslenskur banki hafi átt hann.

Gordon Brown þarf að fara að vakna upp við það að hann getur ekki alltaf sagt að þetta sé Íslendingunum að kenna. Og það þarf að fara að vekja hann ansi harkalega sýnist mér.

Íslenska ríkisstjórnin á að fara með þetta á þann hátt að breska pressan sýni þessu athygli og að hún nái þeirri staðreynd að Brown er að reyna að velta ábyrgð og sök af sinni ríkisstjórn sem nú þegar er umvafin hneykslum og vandamálum sökum lélegra og vanhugsaðra ákvarðana.

Íslenndingar þurfa að fara að velta því fyrir sér opinberlega hvort að Bretar geti talist vinaþjóð okkar með Gordon Brown í forsvari? Og vekja athygli bresks almennings á þeim vangaveltum.


mbl.is Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég lít amk ekki á bresku ríkisstjórnina sem okkar vini en almenningur þar er upp til hópa ágætis fólk og breskur húmor er með þeim betri, fyrir utan Gordon Brown húmorinn, hann fær mig ekki til að brosa.

Sævar Einarsson, 9.5.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband