16.10.2007 | 20:39
Sama gamla....
Hvort er maður að kjósa flokkinn eða persónuna þegar maður fer inn í kjörklefann?
Persónulega er ég að kjósa persónur og raða upp eða strika út miskunarlaust, þannig að frá mínum bæjardyrum séð þá á Margrét þetta sæti ekki flokkurinn.
Ég býst við því að þetta fari svolítið eftir flokkum líka, hvort að fólk sé til í að hugsa um fólkið eða trúi á "the good olde boys" kerfið svokallaða, sem einkennist af trú á leiðtogana að raða "rétt" á listann.
![]() |
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2007 | 03:38
Er ekki verið að sparka í liggjandi mann?
Hrikalega aumkunarvert var þetta stunt hjá Villa í Kastljósinu og manni leið illa við að horfa upp á einhvern sem nú þegar er búinn að vera í pólitíkinni vera endanlega tekinn af lífi, þetta 20 ára ákvæði er áhugaverður plot tvist en ég sé ekki hvað það skipti máli núna hver vissi hvað hvenær.
Líklega vita allir að Villi er sökkvandi skip og séu að reyna að klína öllu á hann. Og sumt virðist klínast auðveldara en annað.
![]() |
Vilhjálmur Þ: Nei, 20 ára ákvæðið var ekki kynnt fyrir mér " |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 03:29
Minnir mig...
Minnir mig á atvik þar sem ég var að spjalla við alka í afneitun til þess að komast að því hvað hann hafði fengið sér nýlega, pillur eða landa...
Fékk bara: það veit ég ekkert um...
Villi treysti einhverjum um of í þessu dæmi, skil alveg s.s. að hann geti ekki lesið allt, en hann á að vita meginatriðin, svo er líka annað mál hvort hann kæri sig um að viðurkenna hlutina.
![]() |
Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)