10.1.2008 | 21:29
Hneyksli, hvaða íslendingur...
...hefur ekki lagt sig á Kastrup flugvelli?
Gerði það nú bara í sumar síðast, kom af skeldunni og þurfti að ná vél sem fór um morguninn. Mættum félagarnir um miðnætti og skiptumst á að leggja okkur. Fullt af öðru liði þarna líka sem var við svipaða iðju.
Og það að segja að ein ástæðan sé vegna þess að fólk sé að elda sér mat er fáránleg. Ef þú hefur mannskap til að henda fólki út þá ættirðu að hafa sama fólkið til að passa upp á svoleiðis. Plús það að ég skal skrifa á nokkrum tungumálum á skilti sem bannar eldamennsku í flugstöðinni.
![]() |
Þýskur skáti ekki sáttur við Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 00:24
pffft nefndir eða kunningsskapur....
Það skal enginn segja mér að Þorsteinn hafi fengið þessa skipun útá neitt annað en pabba gamla.
Kunningjaskapur og atvinna hafa lengi vel átt samleið, hver kannast ekki við að hafa verið reddað vinnu af foreldrum eða vinum?
Ég fékk eina bestu vinnu mína í gegnum karl föður minn og kom í ljós að hún hentaði mér snildarlega og átt fínt við mig. kannski á það eftir að koma í ljós með Þorsteinn hver veit?
En annað mál er að mér var ekki redduð vinna í OPINBERT embætti....það er annað mál og þar finnst mér kunningsskapur ekki eiga að ráða ferðinni...
![]() |
Árni segist munu skila ítarlegum rökstuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2007 | 00:32
ehh....Baggalútur?

![]() |
Útgefanda vantar ljósritunarvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 11:51
Lausn!
Setja skal tímarofa á þá grein er dreifir rafurmagninu til tölvunnar. Fast tengja svo tölvuna við rafmagn svo að ekki sé hægt að færa klónna til.
Hægt er að forrita rofann þannig að hann kveiki svo á sér um fjögurleytið þegar krakkaskammirnar eru búnar að læra og slökkt skal kl. 19 er börnin sitja prúð og borða matinn sinn yfir kvöldfréttunum. Stilla skal svo tímarofann að farið verði í háttinn klukkan átta!
Fasistaforeldrar sameinist!
En á gríns þá er þetta vandamál. Fíkn er vandi sem erfitt er að eiga við en hvort að þetta sé meðfæddur vandi eða lærður vandi er annað mál.
Hvernig maður fyrirbyggir eitthvað þessu slíkt er annað mál. Enda vill maður allt það besta fyrir börnin sín, áhyggjulaus æska án hamla.
Svo er líka allt annað mál hvort að þetta séu bara einkenni á öðrum kvilla. Opppositional defiant disorder eða conduct disorder sem eru vandamál sem ekki er hægt að kenna tölvuleikjunum um.
![]() |
Skrópa vegna tölvuleikja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2007 | 09:50
Röng Simpson systir...
Kannski að benda MBL á að það var Jessica Simpson sem var gift Nick Lachey og hét þátturinn líka Newlyweds: Nick and Jessica.
ah búnir að laga þetta en myndin af Ashlee er ennþá þarna sem minnisvarði um ótrúlega staðla blaðamennsku nútímans, við lifum á sannarlega gullöld.
![]() |
Wilson og Simpson saman? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 13:40
Misskilningur...
Það virðist vera sem að það ríki misskilningur meðal lögreglumanna að "non-lethal" eða "less-lethal" vopn eins og Tazer skuli nota í öllum málum þar sem þarf að yfirbuga sakborning. Þetta virðist vera vinsælli aðferð heldur en t.d. táragasúði, skil ekki afhverju. Auk þess að þegar maður hefur séð myndbönd af notkun Tazera þá yfirleitt er hægt að heyra lögreglumenn kalla sakborninga illum nöfnum o.s.frv.
Það er áhugavert að minnast á það að íslenska lögreglan er að íhuga að taka svona byssur í notkun hér á landi, það er til skoðunar skilst mér og að nokkur eintök sé hér til reynslu.
Reglur um notkun þessara tækja þarf að vera í sama flokki og notkun skotvopna, mér er ekki kunnugt um reglurnar í Kanada en af myndbandinu að dæma virðist svo ekki vera. Lögreglan reyndi ekki að tala við manninn bara óð að honum og tók hann úr umferð.
Og talandi um rafstuð kannast aðeins við þau, hef unnið sem rafvirki meðal annars og 230-400 volt eru alveg nóg spenna til að drepa þó að straumurinn skipti mest máli (að mig minnir, dulítið ryðgaður)
Það að þessar byssur eru ekki hannaðar þannig að algjörlega ómögulegt sé að valda dauða er mér óskiljanlegt...
![]() |
Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.11.2007 | 13:19
Baugsmál : part deux?
Ég skil alveg ástæður samkeppnisstofnunar og það að það er í raun fákeppni á matvörumarkaði með það að fáir eigendur eig allar þessar mismunandi keðjur verslana. Man það vel þegar ég vann hjá einu þessara fyrirtækja að við upplifðum okkur í harðri samkeppni við Bónus t.d. en svo er annað mál hvort að þarna hafi verið raunveruleg samkeppni af hálfu yfirmanna okkar?
Fínt að það sé farið í það að skoða þetta en svo lengi sem að þetta sé unnið hratt og vel og taki ekki 2-3 ár í rannsókn og ákæru og verði annað fjáraustur í tilgangsleysi líkt og Baugsmálið.
![]() |
Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Bónus og Krónunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 02:45
12% meðallag?
Er Veðurstofan að segja að 12% ríkisstarfsmanna séu að meðallagi fórnarlömb eineltis?
Finnst það nú vera alveg nóg til þess að þetta vandamál fái almennari umfjöllun. Og strax settur smá spuni á þetta og notast við ,,samskipta örðugleika" til þess að lýsa þessu. skamm skamm hver sem stjórnar þarna...
Og það að þetta sé persónulegt og flókið mál er eitt en það að þolandanum sé vikið launalaust í ársleyfi segir mér að annaðhvort eru stjórnendurnir að bregðast fáránlega við og að vernda einhvern (pólítísk sambönd, vinur vins etc.). Eða að þolandinn hafi verið andlega ónýtur eftir þessa meðferð, og í því tilviki eru þetta líka fáránleg viðbrögð!
Einelti á ekki að líðast, þetta er andlegt ofbeldi og ber keim af svo mörgu sem er yfirleitt fyrsti liðurinn í grófara ofbeldi. Það að einhverjir sem leggi það á sig að gera öðrum lífið leitt komist upp með það er bara til skammar....fjölmiðlaumfjöllun kveikir kannski undir rassinum á stjórnendum ríkisstofnana að taka á þessum málum á RÉTTANN hátt.
![]() |
Veðurstofan er góður vinnustaður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 21:27
Ætli þetta hafi litið út eins og...
Þessi gjörningur hér?
Annars verð ég að segja að þetta hlýtur að vera SÁRT!
![]() |
Sektuð fyrir að kremja bjórdósir með berum brjóstunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 15:35
Látum þá biskupinn sigla sína leið
Hef aldrei skilið þörfina fyrir þjóðkirkju og þjóðtrú í landi þar sem að annars á að ríkja trúfrelsi. Ahverju á trúin að standa fyrir því að tvær persónur sem elskast fái að staðfesta ást sína á opinberan hátt. Kirkjan ætti frekar að fagna ást og kærleika. Skrítið að biskupinn sjái sér líka fært að vitna í Biblíuna sem hann virðist skv. fréttum hafa breytt á völdum stöðum.
Samt þorir maður ekki að hætta í þjóðkirkjunni "just in case" :)
![]() |
Biskup Íslands: Ómaklega vegið að kirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)