Misskilningur...

Það virðist vera sem að það ríki misskilningur meðal lögreglumanna að "non-lethal" eða "less-lethal" vopn eins og Tazer skuli nota í öllum málum þar sem þarf að yfirbuga sakborning. Þetta virðist vera vinsælli aðferð heldur en t.d. táragasúði, skil ekki afhverju. Auk þess að þegar maður hefur séð myndbönd af notkun Tazera þá yfirleitt er hægt að heyra lögreglumenn kalla sakborninga illum nöfnum o.s.frv.

 Það er áhugavert að minnast á það að íslenska lögreglan er að íhuga að taka svona byssur í notkun hér á landi, það er til skoðunar skilst mér og að nokkur eintök sé hér til reynslu.

 Reglur um notkun þessara tækja þarf að vera í sama flokki og notkun skotvopna, mér er ekki kunnugt um reglurnar í Kanada en af myndbandinu að dæma virðist svo ekki vera. Lögreglan reyndi ekki að tala við manninn bara óð að honum og tók hann úr umferð.

 Og talandi um rafstuð kannast aðeins við þau, hef unnið sem rafvirki meðal annars og 230-400 volt eru alveg nóg spenna til að drepa þó að straumurinn skipti mest máli (að mig minnir, dulítið ryðgaður)

Það að þessar byssur eru ekki hannaðar þannig að algjörlega ómögulegt sé að valda dauða er mér óskiljanlegt... 


mbl.is Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voltin hafa sama og ekkert að segja, það eru amperin og þessi tæki notast við mjög lágan amper-straum. Ef þú skoðar klippuna þá er ég ekkert viss um að rafbyssan sé ástæðan fyrir því að maðurinn lést, maðurinn er laminn í höfuðið með kylfu sem er eitthvað sem t.d. íslenskum lögregluþjónum er stranglega bannað að gera...

Atli (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:31

2 Smámynd: Skaz

Já ég var að pæla í því hvað hann er að gera með kylfunni vegna þess að mér sýnist hann ekki vera að lemja manninn, allavega sýndist mér það ekki.

 Ekki hægt að sjá mjög vel hvað þeir eru að gera eftir að hann er kominn í gólfið.

Skaz, 15.11.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var ekki verið að lemja manninn skilst mér heldur þarf að lemja kilfunni svona í eitthvað hart til að minnka hana að notkun lokinni.

Það er örugglega gott að hafa svona rafbyssu í algjörum neyðartilvikum en það var ekki að sjá að þetta væri slíkt. Piparúði hefði komið að sama gagni

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 15:44

4 identicon

Gvendur (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 15:54

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hann var ekki laminn í höfuðið. Hann dó vegna þess að hann fékk tvö taserskot í sig og síðan var legið ofan á honum og þannig þrengt að öndunarveginum. Það þurfti alls ekki að teisa þennan mann. Hann var orðinn rólegur þegar lögreglan kom.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.11.2007 kl. 00:18

6 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Já það þurfti ekki að tasera hann, og þó hann hefði ekki verið orðinn rólegur ætti lögreglan að hafa rétt á því að beyta ofbeldi gegn fólki vegna þess að það er ekki rólegt. Þarf ekki að vera augljós hætta sem stafar af manninum til að réttlæta ofbeldi lögreglu og á þá aðeins til að gera manninn hættulausan?

Þessum fjórum lögreglumönnum stafaði engin hætta af manninum. 

Jón Þór Ólafsson, 16.11.2007 kl. 08:40

7 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Getið þið ímyndað ykkur íslensku sumarlögregluna með þessar stuðbyssur niður í miðbæ um helgar...það væri sjón að sjá...allir í stuði

Jón Þór Ólafsson, 16.11.2007 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband