Látum þá biskupinn sigla sína leið

Hef aldrei skilið þörfina fyrir þjóðkirkju og þjóðtrú í landi þar sem að annars á að ríkja trúfrelsi. Ahverju á trúin að standa fyrir því að tvær persónur sem elskast fái að staðfesta ást sína á opinberan hátt. Kirkjan ætti frekar að fagna ást og kærleika. Skrítið að biskupinn sjái sér líka fært að vitna í Biblíuna sem hann virðist skv. fréttum hafa breytt á völdum stöðum.

 Samt þorir maður ekki að hætta í þjóðkirkjunni "just in case" :)


mbl.is Biskup Íslands: Ómaklega vegið að kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Það er lítið mál að hætta í Þjóðkirkjunni. Það gerði ég daginn  eftir ferminguna mína og hef ekki séð eftir því - enda aldrei á það reynt. Ef þú vilt ekki vera í Þjóðkirkjunni þarftu bara að fara á hagstofuna og fá eyðublað sem þú fyllir út og.... málið afgreitt.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 22.10.2007 kl. 16:20

2 identicon

Ég skora á þig að hætta í þjóðkirkjunni, það gerði ég fyrir mörgum árum og hefur ekki orðið meint af. Þetta er hægt að gera á vef hagstofunnar og ekkert mál. Ég vill nota tækifærið og skora á sem flesta að yfirgefa þetta bákn sem fær 4 miljarða á ári hverju úr vösum almennings. Ekki hef ég heyrt að fátækir séu að njóta þess, nema í svo litlu mæli að það nánast skiptir ekki máli. 4 þúsund miljónir á ári, hugsið ykkur.

Valsól (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ragnheiður, ég myndi prófa að spyrja Þjóðskrá (hérna) að því hvort þú sért ekki örugglega ekki í kirkjunni. Ég veit um mörg
dæmi þess að fólk sé skráð í Þjóðkirkjunna þrátt fyrir að hafa skráð sig úr henni einhvern tímann.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.10.2007 kl. 16:46

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég fór fyrir mörgum árum niður á hagstofu og skráði mig úr þessu "moneymaking" bákni! Ekkert mál...en er afskaplega illa við að þetta Apparat sem ætti að standa undir eigin rekstri, skuli læðast í budduna mína aftan frá í gegnum skattkerfið.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband