Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Jæja, er ekki bara kominn tími á Þjóðstjórn?

Ok, paník stjórnarinnar eftir síðasta útspil Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra finnst mér sýna að það er eitthvað sem hefur átt sér stað á bakvið tjöldin sem að mínu mati veikir það traust sem hægt er að veita núverandi ríkisstjórn. Það er vegna þess að ef eitthvað hefur átt sér stað á bakvið tjöldin þá eru menn ekki að hugsa um að gera það rétta í stöðunni heldur það sem þeir geta til þess að koma sér í skjól undan þeirri reiði almennings sem mun koma í ljós.

Þannig að mínu mati þá held ég að það sé ekki forkastanlegt að allir þeir sem komið hafa að þessari krísu haldi áfram vegna þess að það er enginn yfir allan grun hafinn. Þannig að núna er mál að mínu mati að fara í aðgerðir sem hindra að þetta fólk sé að blanda saman hagsmunum þjóðar og síns sjálfs.

Að Seðlabankastjórn víki.
Hún er einfaldlega orðin alltof umdeild til þess að geta starfað í góðri trú. Hvort sem það er réttmætt eða ekki skiptir ekki máli. Það þarf að endurvekja traust og breyta öllu umhverfi og umfangi þessarar stofnunar þannig að við getum allt eins byrjað á þessu.

Yfirmenn FME víkji.
Þessir menn eru nú yfir öllu peningamálum þjóðarinnar. Bankarnir verða að hlýða þeim í einu og öllu. En á sama tíma þá hafa þessir aðilar ekki komið einu sinni í viðtal eða á blaðamannafund að útskýra eða tilkynna gjörðir og stefnur. Það er óásættanlegt í lýðræðisríki. Og eins og um Seðlabankann eru miklar deilur um ábyrgð og vanrækslu á peningastefnunni sem uppi hefur verið hér fyrir bankahrunið. Eins og um Seðlabankann er alltof mikill vafi á ábyrgð. Og það bætir alls ekki úr skák þessi dynjandi þögn sem hefur komið frá þessari stofnun.

Ríkisstjórnin segi af sér.
Þetta er orðið nauðsynlegt. Enginn ráðherra er hafinn yfir grun. Fram hafa komið misvísandi ummæli um hluti frá mismunandi ráðherrum um sömu hluti. Sumir ráðherrar hafa orðnir uppvísir af því að fara með fleiprur og jafnvel það sem kalla mætti beinar lygar. Atburðarrásin sem leiðir að þess bankahruni er umvafin leyndarmálum. IMF málið er umvafið leyndarmálum. Og eins og ég minntist á áður þá er bara í ljósi síðasta útspils Davíðs að meira er búið að vera í gangi á bakvið tjöldin og að það sé eitthvað sem ekki þolir dagsins ljós er eitt nóg til að þessi ráðstöfun sé nauðsynleg.

Alþingi sé rofið.
Það er sama ástæða á bakvið þetta og ríkisstjórnina. Þingmenn virðast hafa haft mismunandi aðgang að upplýsingum eftir flokkum og persónulegum samböndum. Ríkisstjórnin virðist hafa sneitt framhjá upplýsingarskyldu sinni en "uppfyllt" hana á tæknilegan hátt með því að upplýsa valda Alþingismenn. Stjórnarandstaðan hefur fengið litlar upplýsingar og oftast eftirá.
Betra er að hreinsa alveg út af þingi heldur en að reyna komast að því hverjir séu útvaldir eða ekki.

Utanþingsstjórn eða Þjóðstjórn.
Það þarf að skipa Þjóðstjórn sem hefur umboð fram á vor eða í sex mánuði. Hlutverk þessarar stjórnar væri að rétta landið af efnahagslega og að koma af stað óháðum rannsóknum á gjörningum allra sem komið hafa að ákvarðanatöku vegna bankakrísunar. Réttast væri að þessi stjórn myndi einnig fara í gagngerar endurskoðun á stjórnarfyrirkomulagi íslenska ríkissins og hlutverkaskipan Alþingis, Ríkisstjórnar og Hæstaréttar. Peningakerfi landsins yrði að taka til gagngerar endurskoðunar.
Réttast væri að þessi stjórn hefði umboð í 6 mánuði í senn sem væri hægt að endurnýja einu sinni með kosningum.

Þetta eru mínar hugmyndir um hvað þyrfti til svo að núverandi krísa myndi fá a.m.k. virka úrvinnslu. Núverandi ráðamenn virðast mestmegnis vera uppteknir af því að fría sig frá nokkurskonar ábyrgð. Forsætisráðherra þykist enga ábyrgð bera þó svo að þetta hrun eigi sér stað á hans vakt og að hann sé æðsti maður ríkisstjórnarinnar. Þegar skip verður fyrir óhappi er skipstjórinn alltaf ábyrgur jafnvel þó svo að um að mistök undirmanna valdi óhappinu. Það er hans að tryggja að undirmenn hans hafi þekkingu og vitneskju til þess að vinna starf sitt á réttan hátt.
mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Viðbrögð" og "aðgerðir" ríkisins til hjálpar heimilunum í landinu.

Þessi aðgerð er ekki nærri því nóg.

  • Í fyrsta lagi þá er einfaldlega verið að gefa fólki lengri tíma til þess að borga skuldir sem eru að hækka algjörlega upp úr öllu vitrænu valdi. Og afhverju ekki 20% strax? Þetta er örvæntingarpakki þar sem að þau vonast til að ástandið lagist nægilega á rúmu ári til að fólk geti farið að borga af þessu á viðráðanlegan hátt.

  • Í öðru lagi þá á verðbólga eftir að éta þetta fyrirkomulag upp. Treystið mér, ástandið verður verra og mun vara lengur en spár ÞEIRRA (allra þessara sem ekki sáu bankahrunið fyrir á meðan allir aðrir sáu það koma) segja nokkurn tímann fyrir um.

  • Í þriðja lagi þá verður viðvarandi atvinnuleysi hérna, jafnvel þó að þessar aðgerðir hjálpi mörgum í einhvern tíma þá mun þetta ekki gera neitt fyrir fólk sem þarf að lifa af atvinnuleysisbótum.

  • Í fjórða lagi þá er það asnalegasta sem ég hef heyrt að Íbúðalánasjóður muni bara leigja fólki sem tapar húsinu til hans. Afhverju er ekki þá bara samið um að leigan sem það greiðir sé partur af láninu? Að endursamið sé um að fólk borgi það sem það ráði við í X langan tíma og það svo endurskoðað? Alveg óþarfi að ríkisstofnun sé að hirða heimilið af fólki.

  • Og í fimmta og síðasta lagi, hvað annað en skattahækkanir eigum við eftir að sjá? Ekki skattalækkanir nú þegar massífur niðurskurður er kominn í hönd hjá ríkinu með tilheyrandi atvinnuleysi. Eftir að ríkið er búið að skera niður allar greiðslukostaðinn þá kemur það að sjálfsögðu með forgangsrétt á að taka af okkur þann pening sem við ætluðum að redda þessum greiðslum með. Sanngjarnt? Með þessu komum við næstum á sama stað og við erum í dag nema auðvitað með hærri verðbólgu. Og fólk ræður ekki við afborganirnar strax í dag!


Þetta lyktar allt af Sjálfstæðisflokknum, flokkur sem ekki veitir neinum nema sínum félögum og vinum nokkurn greiða eða hjálp.
Geir talar um samstöðu og að vinna saman, ég sé enga samstöðu í þessu tilboði hans. Og þetta er tilboð og ekkert annað því að hugmynd Geirs um ríkið er að reka það einsog stórt og valdamikið einkafyrirtæki. Þar sem að maður talar við kúnnana og gantast við þá kannski en í lokin eru þeir alltaf samt bara "kúnnar" en ekki persónur og vinir.

Maðurinn er haldinn mannfyrirlitningu og stórmennskubrjálæði. Sérstaklega í ljósi þess að eftir allt sem hefur dunið yfir á þjóðinni síðastliðnar vikur segist hann ekki sjá NEINA ástæðu til þess að segja af sér.

Ef að Sjálfstæðisflokkurinn verður í ríkisstjórn eftir næstu kosningar ef þá þær verða haldnar á næsta ári, forsendan er auðvitað að Geir víki og boðað verði strax til kosninga ég bíð ekki eftir þeim í tæp 3 ár með Geir & co við stýrið. Ef þetta gengur ekki gegn þá ætla ég ekki að búa á þessu landi meir. Ég er tiltölulega ungur, hálfþrítugur, að klára háskóla og vil búa í landi þar sem er tekið meira mark á vilja almennings frekar en flokkstrúnni og þar sem að ráðamenn koma fram við almenning eins og manneskjur en ekki viðskiptavini. Og þar sem ég get verið sæmilega viss um að hagkerfið rokki ekki upp og niður eins og jójó.

Hin nýi gjaldmiðill

Skv. Guardian erum við að fara taka upp nýjan gjaldmiðil og vil ég vera fyrstur til að sýna fólki hvernig hann lítur út, þetta er rússnesk rúbla heilt eitt stk.

 

Rouble

 


Einmannaleikinn

Er dulítið einmanna í kvöld. Aðallega vegna þess að ég er einn í húsinu og svo að ég var fyrir nokkrum mánuðum í hópmeðferð við félagskvíða. Og einhverra hluta vegna var ég tilbúinn í kvöld að reyna að fara út á lífið eða gera eitthvað annað en að hanga einn heima. En...já það eru víst flestir ef ekki bara allir vinir mínir (þeir fáu sem ég hef náð að safna um ævina) fluttir suður, eða giftir eða með börn...

Það er dálítið óþægilegt að átta sig á þessu þ.e. hversu einangraður maður er búinn að verða af því að maður gerði aldrei neitt í því að reyna rækta vinskapinn vegna þess að maður vildi ekki vera að ónáða fólk...eða var viss um að menn myndu segja nei við hugmyndum manns.

 Líður ekki vel í kvöld.


Hvernig verður þetta í vetur?

Hlakkar til að sjá hjólreiðamenn og göngugarpa auglýsa sína valkosti þá. Olía mun líklega hækka meira í verði vegna húsakyndingar erlendis. Ætli skautar og gönguskíði muni þá rokseljast og sleppt verður að ryðja og moka?

Ég er alveg sammála fólki að draga þarf úr mengun, olíunotkun og allt það en innan skynsemismarka þó. 

Það að ætlast til þess að hátt olíuverð nú muni draga úr mengun er álíka heimskulegt og þegar breskir umhverfissinnar slepptu minkum og refum úr samnefndum búum og skildu svo ekkert í því uppnámi sem þessi dýr ullu í fæðukeðjunni í lífríkinu.

Hækkandi olíuverð og það að íslenska ríkið sé að taka dágóðan bita af því kemur rannsóknum á vistvænni bílum, minnkun á akstri og þróun vistvænst eldsneytis lítið við enda stundum við lítið af þeim rannsóknum og engir bíla né vélaframleiðendur eru hér. Ríkið leggur þessa peninga í vegaframkvæmdir og gangnagerð sem ef eitthvað er hvetur til aukinnar neyslu á umræddu eldsneyti sem eykur hagnað ríkisins og eldsneytis innflytjenda.

Ef ríkið stæði fyrir átaki og myndi styrkja rannsóknir á t.d. vetnisnýtingu fyrir eitthvað sem kallaðist upphæð (hundruði milljóna) af þessum álögum á eldsneyti myndi mér finnast þetta til bóta. En núna er þetta hagnaður í Ríkissjóð.

Fólk segir að allt muni upp úr sjóða þegar þetta fer í 200 kr líterinn. En ég held að fólk sé bara orðið vant því að láta ríkið hugsa fyrir sig hér á landi. Þetta verður gleymt við næstu kosningar.

Ég held að ríkið þurfi að hugsa aðeins um rekstrakostnað heimila núna í "verðbólgukreppunni" okkar. Allt hefur hækkað og það er farið líta út fyrir að kjör fólks muni rétt ná að standa í stað launalega sé. Neyslan hefur verið mikil og ég held að það sé óþarfi að refsa fyrir hana það harkalega að fólk endi í gjaldþroti og á götunni. 

Ríkið þarf að huga að því að nauðsynjakostnaður sé viðráðanlegur ekki íþyngjandi eins og hann er að verða núna. Lækka þarf álögur á eldsneyti og matvörur í það minnsta tímabundið. 

Það eina sem ríkið virðist ætla að gera er að redda bönkunum út úr vandræðum sínum og koma af stað möguleikum til að fá lán til að kaupa hús eða íbúðir. Hlutir sem margt fólk hefur ekki alveg efst í huga sér núna, þegar það þarf að hafa áhyggjur af því hvort það tapi vinnunni eða geti almennt rekið heimili.

Vona að ríkisstjórnin sé ekki að bíða eftir því að einhver annar erlendis leysi þetta mál fyrir þau. En mér sýnist það vera núverandi stefna þeirra og ef svo er þá verður skaðinn skeður þegar þetta verður þeim ljóst eða þrjóskukast Geirs Haarde er búið.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best að prófa að blogga og þá um bloggið

Ég var að skoða mig um á mbl.is og sá þar listann sem hægt er að fá yfir vinsælustu bloggin. Minnz er í 334. sæti Blush

En það var ekki það sem vakti athygli mína á þessari síðu heldur aðsóknartölurnar í heild sinni. Og þá sérstaklega tölurnar um gesti per dag. Þessi tala er fyrir vinsælustu bloggin um 2.400 gestir. Sem ég verð að viðurkenna að kom mér á óvart, ekki há tala þarna á ferð. Ég hef verið einn af umsjónarmönnum spjallvefs sem fékk um 5.000 - 7.000 gesti á dag lágmark og þykir ekki sérstaklega stór síða. Þannig að ég hélt að hinir netvæddu Íslendingar ættu að geta náð amk 10.000.

Þetta vakti mig líka upp varðandi það að íslenskir bloggarar eru þrýstihópur. A.m.k er hér hópur sem fær töluverða athygli og umfjöllun á skrifum sínum í fjölmiðlum miðað við fjölda. Og þá er ég að tala um  fréttir sem fjalla um hluti sem hafa farið um bloggheiminn, bloggheimurinn þetta, bloggheimurinn hitt.

Ég skil það að miðill sem býður upp á instant og víðtæka birtingu skuli njóta vinsælda og hafa áhrif en mér finnst samt að +2.400 gestir per dag ekki réttlæta þau áhrif sem manni finnst vera upplifa hérna.

Þetta gæti verið rugl í mér en mér finnst fjölmiðlar þurfa að fara að vara sig á því sem fólk segir hér á netinu, blogginu. Því að það sem einkennir bloggmenninguna í heild sinni er hvað fólk er óhamlað og eðlilegt í skrifum sínum á blogg. Fólk skrifar oftast á síður sínar líkt og það sem það segir við hvert annað á kaffistofum eða einkasamræðum. Bloggmenningin er í það hraðri útbreiðslu hér á landi að fólk hefur ekki haft tíma til þess að venjast því að þetta er fjölmiðill og að aðrir fjölmiðlar lesa þetta og breiða boðskapnum út.

Það sem þetta raus í mér er um er bara það að mér finnst að fólk þurfi að fara mun varlega með skrif sín. Ég er hins vegar algjörlega á móti hverskonar hömlum eða ritskoðun af hálfu stjórnvalda á netinu. Netið er nánast síðasta frjálsa svæðið sem ég get ímyndað mér. Þetta er enginn paradís en ég myndi ekki vilja breyta neinu. Þetta er yndislegt fyrirbæri, get ekki lifað án þess Whistling

Bleh ætla að læra meira fyrir prófið núna á eftir.... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband