14.12.2010 | 23:24
Vá, þvílíkir bloggarar
Það sem slær mig mest við þessa frétt er það að bloggararnir hér virðast telja að hér sé með þessu í uppsiglingu eitthver kommúnískt fyrirkomulag og að eintómir aumingjar og öryrkjar muni búa í RVK ef að þetta nær fram að ganga.
Þetta finnst mér svo úr sér genginn og ójarðtengdur málflutningur að ég veit ekki hvort að það sé prenthæft það sem að mig langar til að kalla fólkið sem að heldur þessu fram. Gamaldags afturkreistingsíhald kemur til hugar, enda eitthvað sem að þetta gamaldags öfgafólk skilur kannske?
En já þá efast ég verulega um að fólk sætti sig við viljandi viðvarandi fátækt og lág laun til þess eins að þurfa ekki að borga eins mikið af gjaldskrá borgarinnar. Held að veruleika firringin hjá þessu fólki birtist helst í því að það telur það að bláfátækt fólk lifi í raun í vellystingum og hafi það gott fyrir litla sem enga vinnu.
Tel að þessir bloggara ættu að standa upp frá tölvunni í skrifstofustarfinu sínu hjá hverri þeirri opinberu stofnun eða álíka sem að það vinnur hjá og sóar skattfé með því að hanga bara og blogga allan daginn og taka þátt í því að útdeila matargjöfum eða í álíka hjálparstarfi.
Það er þörf á svona hugmyndum. Að þeir sem geti borgi meira á meðan þeir sem að hafi minna borgi minna, allt miðað við hlutföll. Fólk finnur alveg jafn mikið fyrir hlutfallsköttum en opinbergjöld sem að nú eru notuð hjá stofnunum eru flatir skattar sem að hygla ALLTAF hinum efnameiru.
En já, ef að þú græðir meira þá borgar þú fleiri krónur en sá sem að hefur minna. En þið borgið alltaf sama hlutfall. Þetta er fjandi nógu sanngjarnt.
Ef að ég fengi að ráða þá myndi sama gegna um refsingar hér á landi. Því meiri ábyrgð sem að þú berð og meiri skaða þú veldur því mun meiri og harðari refsingu færðu...
En ráðamenn myndu væntanlega hræðast það...
Gjaldskrár tekjutengdar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland fyrir aumingja!
Það er það sem koma skal!
Það skal refsa þeim sem nenna og geta svo hinir aumu geti haft það jafn gott og þeir vinnusömu!
K (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 23:39
K. Ég er nú bara fegin að þú sért ekki múslimi. Miðað við það sem kom frá þér hér að ofan þá væri þú öfgafullur múslimi og má ég þá frekar biðja um það fólk sem þú kallar aumingja. En muna skaltu að það er alltaf svartur sauður í hverju fé, og það ætti aldrei að dæma fólk alhliða og segja þá "aumu" vera fólk sem ekki nennir þótt það geti. Þeir "aumu" eru oft fólk sem nennir en af einhverjum ástæðum, líkamlegum eða andlegum, ekki getur. Hver veit, einhvern daginn gæti ég eða jafnvel þú orðið einn af þeim. Þeir sem nenna en ekki geta eiga sama rétt og ég og þú til þess að búa við viðunandi aðstæður og eiga sama rétt og aðrir til að öðlast fullnægjandi líf. Hitt er annað mál að alltaf eru svörtu sauðirnir til staðar en á þeim á réttarkerfi okkar að taka, án þess að hinir "aumu" blæði fyrir.
assa (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 02:04
"Flatir skattar hygla hinum efnameiru"
Ég skil ekki í hvernig heimi þú lifir, tiltekin þjónusta sem innt er af hendi á að kosta eitt óháð því hver borgar.
Borgin hefur engan rétt til að seilast ofan í vasana hjá fólki og sjá hvað hægt er að komast upp með að rukka.
Það kemur bara ríki og borg ekki við hvort einhver geti borgað hærra gjald til að niðurgreiða sama gjald fyrir aðra.
Það eru margar ástæður fyrir því að fólk á og á ekki peninga, það er ekki borgarinnar að ákveða að þeir sem eigi ekki peninga eigi það skilið að þeir séu teknir frá öðrum.
Slíkt samfélag sem þú lýsir getur bara af sér einn stóran hóp af aumingjum sem enginn getur svo staðið undir á endanum.
Reykjavík, borg fyrir aumingja.
Helvítis (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 02:38
Mikið er ég sammála þér, en fyrir þann sem heldur þessu fram ,,Það skal refsa þeim sem nenna og geta svo hinir aumu geti haft það jafn gott og þeir vinnusömu!" er í sér í lagi fordómafullt. Ég nota mig sem dæmi og veit um fullt af fólki sem ekki getur unnið vegna veikinda, og fram eftir því. Sem öryrki þá sit ég ekki á rassinum og geri ekki neitt. Ég legg metnað minn við að fara í nám, það hefur komið fyrir að ég hef ekki haft efni á því og þurft að leita aðstoðar hjá aðstandendum svo ég gæti haldið áfram, félagsþjónustan hjálpar mér ekki þar sem ég þéna of mikið, er það ekki skondið, ég á rétt fyrir reikningum og ekkert lúxus líf fylgir því, hvorki bíó, eða kaffihús (þó ég geti kannski stundum klórað saman 300kr fyrir kaffi)Læknis og lyfjakostnaður getur verið mikill. Á næsta ári sé ég fram á að ég svo dæmi sé tekið, mun reyna halda áfram að læra, sækja námskeið þar sem þau kosta sem minnst og læra að prjóna. En ég á ekki að þurfa að réttlæta eitt né neitt fyrir fordómafullu fólki skömmin er þeirra ekki mín. Hinsvegar taldi ég það skilda að koma hér inn og svara fyrir vinnusamt fólk sem eru öryrkjar, sem reyna að bæta sig, sem standa í ströngu að koma undir sig fótunum á ný og það eru þeir langflestir sem þykkja bætur og sjá fram á að komast til heilsu á ný. Svo þetta frumvarp á fullan rétt á sér. Vona svo sannarlega að K fái að halda heilsu og hroka, því annað óska ég engum.
kv.
LR (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 07:25
það er nú eitthvað meira en félagsfælni sem hrjáir þig "góurinn"
snorri (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.