19.3.2008 | 13:55
Díses ekki meir um brjóst...
Ég er aðdáandi brjósta, hvort sem þau eru á hreyfingu eður ei.
Finnst þetta umræða sem er bara að reyna að búa til vandamál þó að hún eigi alveg rétt á sér. Er ekki á móti berun brjósta á nokkurn hátt. Finnst þetta að vísu skrýtið þegar maður sér þetta á almannafæri en það er bara það að þetta er ekki algengt. En ég finn bara ekkert að þessu í sundi, konur eru líka menn og mega vera berar að ofan ef þeim svo sýnist. Blygðunarkennd er eitthvað sem ég held að sé bara tilbúinn hlutur og byggist á einhverjum framleiddum gildum sem eru aldrei í takt við tímann. Gildi eru flæðandi hlutur og í dag eru ber brjóst fínn hlutur. Kannski að eftir 50 ár kvarti maður um það hversu krakkar séu íhaldssamir um alla hluti og fari að tala um gömlu góðu dagana þegar brjóstin máttu vera frjáls.
En ég er aðallega pirraður á þessari frétta umfjöllun vegna þess að hún minnir mann á það að það eru ennþá sálir þarna úti sem ekki geta séð nakið hold án þess að skammast sín eða hneykslast en eru algjörlega búin að gleyma að svona fæðumst við og lítum svona út á okkar nánustu stundum með öðrum. Líkaminn er ekki eitthvað sem á að bendla við skömm. Þetta er fallegur og eðlilegur hlutur.
Hefð fyrir berum brjóstum í Hveró? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og ég segi, ber brjóst eru hættuleg.
Nei ég held að ef þetta væri leyft, þá myndi þetta fljótlega venjast og þær fáu hræður sem jesúsa sig yfir þessu myndu róast með tímanum. Í raun eru brjóst ekkert annað en ofvaxnir fitukirtlar, með nokkrum mjólkurkirtlum inn á milli, karlar hafa svona líka, en þeirra er oftast minni. Oftast, ekki alltaf.
Hugrún Jónsdóttir, 20.3.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.