Lifið og látið lifa...

Ekki búinn að sjá þessa mynd og efast að ég skoði hana nokkuð, vil helst tala við þá sem stunda trúarbrögð til þess að kynnast þeim í stað þess að fá þetta frá 3. aðila.

Málið er það að ég held að Íslendingar eru ekkert mjög trúaðir, kirkjan er orðin partur af menningunni ekkert annað. Þetta er bara orðin fastur hluti af lífi okkar sem við pælum lítið sem ekkert í. 

Ég vona að við séum ekki að fara að snúa þeirri þróun við því trú er sá málstaður sem mest er drepið fyrir og verið að rífast um hluti sem aldrei verður hægt að sanna af eða á. Þetta er eins og að rífast um hvort að glasið sé hálffullt eða hálftómt. 

Islam er trúarbragð, abrahamískt meira að segja sem þýðir að kristni er því náskylt fyrirbæri. Öll trúarbrögð eiga sér öfgamenn líka kristni, t.d. Dubayah Bush fyrir vestan okkur og Hr. Íranforseti "sprengjum Ísrael".

Erum við sem kristið fólk stolt af okkar öfgamönnum? Eru þeir hávær minnihluti? jamm... og ég er nokkuð viss um að það sama sé uppi á teningnum hinumeginn við hafið hjá múslimum. Þeir hafa Jihad og við höfðum Krossferðirnar. Þess ber að geta að núna er árið  1429 AH hjá múslimum. 

Hvað voru kristnir menn að gera af sér fyrir 600 árum? Þetta er trúarbragð sem er að þroskast ennþá. Held að menn ættu að minnast þess að kristnir klerkar brenndu fólk á báli fyrir litlar sem engar sakir annað en að benda á náttúrulögmál sem við tökum núna sem góð og gild.  


mbl.is „Fitna" fjarlægð af netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna, ekki mikið vit a milli eyrnanna hér.

kalli (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband