29.3.2008 | 18:18
Hversu mörg mál?
Hafa lögreglumenn kannski lokið á þennan hátt? Gæti verið að þetta sé vaninn hjá sumum lögreglumönnum að knýja fram falskar játningar með hótunum og látum?
Finnst að þetta ætti að fara í innra eftirlitið hjá löggunni og áminning eða meira væri viðeigandi, þetta er ekki það sem þessum mönnum er kennt í lögregluskóla ríkisins, a.m.k. ekki lengur hélt ég, kom tímabil þar sem kennarar sögðu nemendum að þeir væru aðeins einu þrepi neðar en almættið. Hugsaði ósjálfrátt um Geirfinnsmálið og játningarnar þar, viljum við annað svoleiðis skrípamál?
Miðað við þá lögreglumenn sem ég kannast við þá hlýtur þetta að vera undantekning, vona það a.m.k.
Svo getur vel verið að drengurinn sé með einhverja sakaskrá og að lögreglan kannist við hann...veit ekki. Finnst þetta samt full harkaleg meðferð að hóta manninum gæsluvarðhaldi og sérstaklega í ljósi þess að þarna var röð þjófnaðarmála. Vona að þeir biðji hann afsökunar.
Lögreglan sakaði son sjoppueiganda um rán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.