Getur Sjálfstæðisflokkurinn varið þetta?

Ég sé ekki að Hanna Birna né Gísli Marteinn muni hafa nokkurn áhuga, vilja né getu til þess að verja þessa ráðningu vinar borgastjóra og fáránleg laun í vinnu sem mun í raun ekki afkkasta neinu nothæfu. Á meðan meirihlutinn er svona klofinn varðandi Vatnsmýrina og flugvöllinn sem sumir vilja meina að sé órjúfanlegur þáttur í framtíðarskipulagningu miðborgarinnar þá sé ég ekki að hægt sé að skipuleggja eitt né neitt.

Varðandi launin hans, Veit um ráðgjafafyrirtæki sem gæti sett 4-5 manna teymi í ársvinnu við þetta mál fyrir 12 milljónir. 5 á verði eins hlýtur að vera betri díll. Sérstaklega þar sem hann á að vera borgarstjóra innan handar um þessi mál. 

Æi þetta er meiri vitleysan sem Ólafur F. er búinn að asnast út í á síðustu dögum, lætur mynda sig þar sem hann afneitar verðlauna tillögunni, neitar svo að hafa afneitað, segist svo ekki hafa ráðið vin sinn sem sótti ekki um stöðuna, segir svo að þetta sé ekki aðstoðarmaður heldur ráðgjafi sem muni vinna náið með Borgarstjóra um fleiri mál heldur en bara miðborgarskipulagið....æi greyið karlinn...


mbl.is Óánægja vegna launakjara Jakobs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband