Oh þessi taugaveiklun


Þetta er alltaf svolítið taugaveiklað að vera að reyna að finna bresti á milli ríkisstjórnarflokkanna. Og ennþá fyndnara að fólkið svarar þessum aðfinnslum ennþá taugaveiklaðara. Þetta er hætt að vera fréttnæmt að mér finnst og ber vott um hvað fjölmiðlar eru farnir í kjölfarið á ,,Reykjarvíkur twisternum" að bókstaflega að reyna að koma af stað svona atburðarrásum. Þeir ætla a.m.k. ekki að vera síðastir að frétta af því.

En allavega þá finnst mér verst hvað Samfó er byrjuð að tileinka sér stæla Sjallann, t.d. fullyrðingar Ingibjargar um að ,,Kjörtímabilið er 4 ár" sem er vissulega rétt en þýðir það að maður getur ekki átt von á neinum aðgerðum fyrr en þá rétt fyrir næstu kosningar? Kannski að kjörtímabilið ætti þá að vera bara 2 ár eða jafnvel 1 ár. 

Þetta er svo sannarlega orðin "Bíðum og sjáum til ríkisstjórnin" versta er að ég kaus annan flokkinn í henni...Whistling


mbl.is Mjög ánægður með stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband