17.5.2008 | 12:04
Í stuttu máli bíðum og sjáum til
Það virðist vera lausn Geirs á öllu þannig að við hverju bjóst fólk. Það er greinilegt að honum finnst þrengt að sér fyrst að hann er að tjá sig svona opinberlega um þetta, spurning hvort að það séu byrjaðar umræður meðal Sjálfstæðismanna hvort gallarnir séu virkilega svo slæmir.
Áhugavert að hann minnist á bjargráðin leynilegu sem ríkið er að vinna að en enginn má vita hver eru og ekki þykir ástæða til að beita eins og er. Spurning hvort hann telur að umbreyting Íbúðalánasjóðs teljist til þess að "gera eitthvað" vegna ástandsins. Geir minnir mig á krakka sem vill ekki borða grænmetið sitt. Allavega er sá tónn í honum, hann veit að þetta mun gerast einhvern tímann en hann ætlar að þrjóskast samt sem áður.
En já við skulum bíða og sjá til þangað til við neyðumst til að fara í ESB eins og við neyddumst undir Noregskonung.
Skárra að byrja allavega að byrja að semja meðan við höfum eitthvað til að semja um...
Geir: Ég vil ekki ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég dýrka fólk eins og þig sem blaðrar á opinberum vettfangi um málefni sem það hefur ekki hundsvit á.
nonni (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 13:16
Jah kannski að maður virðist fáfróður vegna þess að það má aldrei segja neiit eða tala um neitt er tengist ESB án þess að það sé sussað á mann. Fólk er orðið leitt á þessu ástandi.
Hvað nákvæmlega er það svo sem ég hef ekki vit á?
Skaz, 18.5.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.