Eðlilegt eða óeðlilegt?

Í fyrsta lagi, hverjum kemur þetta við? Þetta er hans/hennar einkamál væntanlega? Og ég á erfitt með að ímynda mér að nokkur ákveði að eignast barn í djóki?

Hvað varðar eðlilega þróun og röskun á sköpunarverki Guðs, Allah og allra hinna þá spyr ég á móti: Afhverju vorum við þá gerð fær um að geta framkvæmt þessa hluti?

Það er varla verið að meiða nokkurn í þessu tilviki, engin þvingun eða neitt í gangi og sæðið var útvegað löglega?

Kemur mér lítið við hvernig fólk eignast sín börn. Og kynlífshneigðir og -venjur annars fólks er ekki eitthvað sem ég pæli endilega mikið í.....opinberlega.

 

Þannig að þeir siðapostular sem virðast alltaf þurfa að öskra og predika heimsendi þegar eitthvað óvenjulegt og ókunnugt gerist geta farið að opinbera kyn sitt, kynlíf og barnauppeldi líkt og sumir virðast gefa í skyn að þurfi í þessu tilviki. 


mbl.is Karlmaður fæðir dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er lágmark að fréttin sé rétt. Það var ekki karlmaður sem fæddi dóttur, heldur skeggjuð kona.

Sigurður Ingi Jónsson, 7.7.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband