Hræðsla

Ég er það heppinn að eiga vini. Vini sem ekki allir vita af vandamáli mínu. Né hversu djúpstætt það er og aukaverkanir þess. Ég efast ekki um að ef ég myndi þora því þá myndi ég fá stuðning og hjálp frá þeim ef ég bæði um. Það versta er að mig dauðlangar í þennan stuðning og þessa hjálp!

Ég er að fara á límingunum síðastkastið vegna félagskvíðans vegna þess að mér finnst ég vera fastur í ástandi og sé að dragast sífellt aftur úr vegna þess. Dragast aftur úr? Jamm mér finnst allir aðrir vera að þróast, eldast og öðlast mun meiri reynslu en ég í að lifa lífinu. Og mér finnst þetta alltaf verða sýnilegra og sýnilegra.

Það sem er hins vegar verra en hræðslan við að spyrja vini mína, sumir mjög nánir, um hjálp er það að þessir vinir mínir muni akkúrat gera það sem þarf til og hjálpa mér á virkan hátt. Að ég þurfi loks að gera allt þetta sem ég óttast. 

Mótsagnarkennt ekki satt? 

Ég veit ekki hvað ég á að gera...og er ekki sáttur við það. Reyndar finnst mér það meira en ömurlegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Úff hvað ég skil þig.  Ég er ferlega félagskvíðin sjálf og það bara eykst með árunum.  En góðir vinir geta hlustað spurning hvort þeir skilji en ég er viss um að þeir leggi sig fram við að hjálpa.  Gangi þér vel.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.7.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband