jesús almáttugur

Jahérna, 62 millur á mánuði. Ætti að geta haldið sér uppi með naumindum á því!

En í fullri alvöru hvernig getur þetta talist eðlilegt í einkafyrirtæki sem á að vera að skila hagnaði að kaupa einn mann fyrir slíkan pening þegar þú gætir ráðið her af fólki fyrir sama pening. Hann er með mánaðarlaun á við árslaunakostnað heils bankaútibús! Get lofað ykkur að sama útibú hefði örugglega getað skilað sama hagnaði og hann með sömu upplýsingarnar í hendinni.

Sorrý ég bara get ekki áttað mig á þessari tölu vegna þess að þetta er á einum mánuði, 62 miljónir. Hefði getað kyngt þessu ef þetta væru árslaunin hans en fjandinn hafi það. Ég get ekki samið almennilegt bloggútaf þessari tölu. Og þetta eru skattskyldar tekjur hans, ekki inní þessu fjármagnstekjur eða möguleg undanskot ef út í þá sálma er farið þó að ég sé ekki að kalla manninn skattsvindlara. Enda held ég að hann þurfi þess bara alls ekki. 

 

Það virðist sem að hér á landi sé kominn þessi stéttarskipting. Gróflega má skipta þessu í Fjármálastjórnendur og vinir Ríkistjórnarinnar, Millistjórnendur og vinir þeirra og restin þ.e.a.s. lýðurinn. 

Ætli maður þurfi ekki að fara kynnast millistjórnendunum sem fyrst?


mbl.is Með 62 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Þetta er svo stjarnfræðileg tala að ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig ég ætti að EYÐA þessu.

Hvað segja hluthafar Kþ? Þar hafa hlutabréf lækkað úr ca 1200 í ca 700 (Hafði reyndar hækkað hratt og vel þar áður)  Þessi forstjóri er auðvitað í vinnu hjá hluthöfunum sem verða að sætta sig við gengisfall bréfanna.

Það kann að vera öfund í mér - en ÞETTA FLOKKAST UNDIR RAUNVERULEIKABRENGLUN

Beturvitringur, 2.8.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

þetta er orðið svið fáránleikans, og menn bíða bara eftir að tjaldið falli.

Páll Geir Bjarnason, 2.8.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband