Mig langar að vita...

Hvernig maður kemst upp með að einfaldlega að sleppa því að borga lán?

Það að bankinn bara færir þetta á afskriftarreikning eins og ekkert sé eðlilegra fær mig til þess að hugsa hvort að maður myndi nú ekki bara apa eftir þeim og sleppa að borga lánið af bílnum eða álíka...

Komast þessir menn upp með þetta? Er ekki svona sent til Intrum og þeir ráða einhverja leðurklædda mótorhjólamenn sem koma og taka allt? Eða a.m.k senda þeir einn eða tvo jakkaklædda Masters nema í  lögfræði til þín ekki satt?

Hver endar með því að borga þetta? Við í gegnum ríkisábyrgð eða skattafsláttar vegna taps?

Ef ég ætti hlut í Icebank myndi ég láta reka hvern þann "verðmæta snilling" á ofurlaunum sem stóð að baki þessu ævintýri. Eða a.m.k. draga þessa 2,5 milljarða króna af laununum hans...


mbl.is Greiða ekki lán sem Icebank veitti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband