Bíddu ef hann var eftirlýstur?

Afhverju var þá ekki búið að reyna að nálgast hann heima hjá sér? Sýnist sem svo að hann hafi búið á höfuðborgarsvæðinu miðað við að móðir hans og systir tóku þátt í þessum mótmælum.

Löggan eða hver sem sá hann og handtók í Alþingishúsinu hljóp aðeins á sig í dramatíkinni held ég. Þetta var alveg óþarfi og bara til þess að bæta olíu á bálið.

Það er nefnilega mikill hluti fólks sem er alveg tilbúið að fara mótmæla á annan hátt en að hlusta bara á ræður um hluti sem það veit allt um á Austurvelli. Hversu góðar sem þessar ræður kunna að vera.

Það er einhver fóbía hér á landi hjá embættismönnum að viðurkenna að hlutirnir hafi verið gerðir á óheppilegan hátt. Menn fela sig alltaf á bakvið töfraorðið "löglegt, löglegt!" á meðan það getur verið heimskulegt og siðlaust samt sem áður.

Lögreglan á alveg í nægilegum vandræðum með almenningsálitið fyrir, þetta var ekki þeim til góðs.

Hefðu betur sótt strákinn timbraðan heim til sín eftir vísindaferðina.


mbl.is Fráleitt ólögmæt handtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Mér skilst að hann hafi verið handtekinn daginn fyrir síðustu mótmæli - ekki í Alþingishúsinu.

 "ræðan" sem móðir hans flutti fyrir utan lögreglustöðina lýsir engu öðru en því að - -- við viljum að allir sæti ábyrgða NEMA OKKAR FÓLK - þið kallið ekki bankaforkólfana til ábyrgðar ( en að sjálfsögðu eiga þeir að sæta ábyrgð sannist á þá brot) á sama tíma og þið ráðist á lögreglustöðina vegna þess að dæmdur afbrotamaður hefur verið færður til afplánunnar og heimtið að hann verði látinn laus.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.11.2008 kl. 14:17

2 identicon

Góður punktur Ólafur.

Þessi innrás í lögreglustöðina var algjört klúður og ekki hægt að réttlæta hana með neinum rökum. Svo er líka hlálegt þegar fólk sem braust þangað inn kvartar síðan yfir að hafa lent í maze-úða. Óborganlegt :)

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband