26.11.2008 | 21:17
Ok eitt nafn a.m.k.
Sem ekki má verða orðað við þessa nefnd er Jón Steinar. Trúverðugleiki nefndarinnar og þessarar rannsóknar færi til andsk. vegna þeirra tengsla sem hann hefur við Sjálfstæðisflokkinn og sér í lagi þau tengsl sem hann hefur við fyrrverandi formann flokksins og núverandi Seðlabankastjóra.
Hann er bara ekki gjaldgengur, hæfur, og yfir allan vafa hafinn í þessu máli sem viðkemur mönnum sem hann hefur umgengist mikið og stundum verið talsmaður fyrir.
Í Hagfræðings slottið er ég ekki nægilega viss um hvern innlendan aðila væri hægt að fá sem ekki nú þegar hefur myndað sér verulega skoðun og trú á málinu sem gæti litað rannsókn hans að einhverju leyti. Hagfræðingar tengdir flokknum hafa passað sig á að tala um flóðbylgju efnahagskrísunnar í heiminum og þeir sem ekki eru tengdir sjálfstæðisflokknum hafa ekki dregið úr því að benda á vanhæfni og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og stofnanna tengdum henni.
Þannig að það verður áhugavert að sjá hver fæst þar til starfans.
Umboðsmaður Alþingis hefur hljóðlátlega verið að gagnrýna ríkið og Alþingi af og til og hefur almennt verið að standa sig ágætlega. En hann er náttúrulega ráðinn af meirihluta Alþingis þannig að spurning hvort hann hafi einhver flokkstengsl? Eða náði fólk samþykkt um hann vegna þess að hann er ópólitískur?
Það verður áhugavert að sjá umfjöllun fjölmiðla um þá sem munu skipa þessa nefnd og líka það að skv. frumvarpinu verða þeir að upplýsa verðbréfa eign sína og fleira. Spurning hvort sumir innmúraðir muni hafna starfinu á þeim grundvelli?
Spennandi tímar ekki satt?
Rannsóknarfrumvarpi dreift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.