Ég lifi fyrir hættu!

Helvítis kjaftæði að þetta sé hættuspil. Þetta er ekkert nema ímynduð hætta. Að það sé einhver hætta fólgin í því að kjósa núna til Alþingis?

Með allri virðingu fyrir ráðherrum þá held ég nú að ráðuneytin þeirra geti alveg starfað ágætlega án þeirra. Og held að hjá flestum þeirra sé það nú raunin að nú þegar þá séu ráðherrar ekki neitt nema fígúrur sem taka ákvarðanir byggða mjög mikið á meðmælum ráðuneytisstjóranna og sérfræðinga ráðuneytisins...

Alþingi virðist líka lítið annað gera en að afgreiða fyrirfram ákveðin mál.

Og að þessi barnaskapur um að kosningabaráttan myndi trufla fólk, eruð þið að grínast í mér að fólk geti ekki komið sér saman um að halda lágværa kosningabaráttu miðað við þær sérstöku aðstæður sem eru nú?

Ég held líka að meirihluti fólks muni ekki kjósa eftir kosningaloforðum og gylliboðum eins og vanalega. Nema þá um ESB með eða á móti.

Ég held að Sjálfstæðið og Samfó séu hrædd vegna þess að þau geta ekkert auglýst hvað mun taka við hjá ríkinu. Nema slæmir hlutir. Það er ekkert hægt að lofa fjármunum í hin og þessi gæluverkefni.

Held að pólitíkusar á Íslandi kunni ekki að stjórna núorðið nema í góðæri. Þeir eru hræddir við kosningar þar sem það eina sem þeir geta lofað er blóð, sviti og tár. Engar gulrætur í boði...


mbl.is Kosningar eru hættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband