Bönnum þessa flokka

Hér er gott dæmi um það að flokkstrú (stofnanatrú) er að hafa áhrif á persónulegt mat fólks á raunveruleikanum. Ég efast um að margir sem eru á móti ESB hafi raunverulega kynnt sér það lengra en þann misskilning að við afsölum sjálfstæði okkar.

Jamm ég er alveg kominn á þá skoðun að þessi flokkapólitík á sér engan tilverurétt. Þetta er ekkert nema uppeldisstofnun fyrir ákveðna elítu sem telur sig svo vera valdastétt Íslands. Hver ætlar að segja mér að það sé eitthvað öðruvísi að hafa þetta kerfi og að vera með einhverskonar lávarða?

Nú þegar erum við farin að sjá 3-4 kynslóðar pólitíkusa! Fólk sem hefur getað gengið að Alþingissæti eða ríkisembætti vísu vegna þess eins að foreldrar þess voru "góðir flokksmenn". Svo skilur enginn í því af hverju allt er að fara til fjandans hér á landi? Það er ekki eins og að við séum að setja hæfasta og besta fólkið okkar í stjórnunarstöður. Nei, við setjum þá sem hafa rétt flokksskírteini og rétt faðerni. Til dæmis er það alræmda dæmi um son foringjans. 

Hvernig gátum við leyft þessu að gerast? Kannski voru þeir fyrstu nokkuð góðir en síðari kynslóðirnar hafa nú aðeins brugðist held ég... En ekkert er hægt að gera vegna þess að þeir sem bera ábyrgð sitja áfram og skilja ekki að þeir eiga ekki þessa stóla sína. Og þeir skilja alls ekki þá hugmynd að þegar að allt klúðrast sem þú hefur verið að vinna við þá átt þú að segja af þér. Vegna þess að þú áttir að sjá til þess að ekkert þessu líkt myndi gerast. Þetta þarf ekki að vera þér að kenna en þú áttir að hindra þetta eða minnka áhrifin sem mest. Ég held að slíkt hafi nú ekki náðst í bankahruninu hérna.

Versta málið er að þessir aðilar eru búnir að hanna kerfið hér á landi undir sig. Nýjir flokkar komast aldrei að vegna þess að núverandi flokkar eru nánast ríkisreknir og  kæfa niður allra nýbreytni í fæðingu. Þau fáu framboð sem hafa lifað af hafa ávallt komið úr röðum óánægðra pólitíkusa. 

Hér á landi þarf líka að hætta með þessa framboðslista. Þú þarft að kjósa heilan helling af fólki sem þér er kannski illa við og hefur enga trú á til þess að koma þínum kandídat að, útstrikanir eru bara til málamynda. Og auðvitað flýtur fullt af fólki með inn sem hefur í raun engan stuðning á bakvið sig. Fólk sem ekkert erindi á því inn.

Það þarf að búa til einstaklingskjördæmi hér á landi. Kjördæmi sem eru með 5000 íbúa hvert. Lítil kjördæmi sem gera hvern einasta þingmann mun persónulega nánari sínu kjördæmi. Kjördæmi sem myndu tryggja það að þingmaður þarf að bera mjög persónulega ábyrgð á sínu kjördæmi gagnvart fólki sem hann nánast þekkir hvert og eitt með nafni. Ímyndið ykkur að þingmenn ættu það á hættu að missa þingsæti sitt í hverjum einustu kosningum? Það myndi kannski sparka í rassgatið á þeim að koma sínum málefnum fyrir sig og sitt kjördæmi á framfæri.

Svo þarf að setja takmörk á lengd þingsetu. Það eru þingmenn og ráðherrar á Alþingi sem hafa verið þar álíka lengi og ég hef lifað. Þinghefð er góð og gild og allt það en næstum 3 áratugir með sama settið er bara komið út í stöðnun og ekkert annað. Það þarf miklu meiri endurnýjun í hverjum kosningum. 8-10 þing ætti að vera ágætt sem ferill í þingmennsku.

Þingmennska á ekki að vera ævistarf nokkurns. Punktur. Fólk á ekki að vera partur af einhverri valdastétt sem með tímanum telur sig vera fædda til þess að stjórna. Fólk þarf að vera í jarðbundnum tengslum við þarfir og líðan fólksins í landinu. Þess vegna er þetta upphaflega hugsað líka sem aukavinna. Þingmennska var aldrei ætluð sem ævistarf. Bændur mættu á þing á meðan lítið var að gera hér áður fyrr.

Auðvitað er sérhæfing góð og gild og minni hagsmuna árekstrar en díses kræst að vera með þingmenn sem hafa setið í 15-30 ár er bara geðveiki. Fólk er ekkert að flýta sér að koma málum í framkvæmd þegar það getur gengið að því vísu að hafa á annan áratug til þess sko!

 


mbl.is Taugastríð Geirs og Ingibjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband