22.1.2009 | 18:45
Ok hvað er þetta fólk ekki að skilja?
Þeim er ekki lengur sætt. Það þarf að koma tilkynning í dag eða seinasta leyti á morgun. Tilkynning um þingrof, kosningar eftir 45 daga. Eða helst tilkynning um utanþingsstjórn og stjórnlagaþing.
Annars er ég skíthræddur um að þessi helgi sem nú nálgast muni setja undanfarna daga í neðanmálsgrein í sögubókunum.
Það er nú þegar stjórnarkreppa. Samfylkingarfólk vill ekkert lengur með Sjálfstæðisflokkinn hafa. Og Sjallarnir bíða eftir sínum landsfundi til þess að geta tekið ákvarðanir um hvernig þeir geti haldið völdum. Það er það eina sem skiptir þá máli, völd. Hvernig heldur fólk að svona ríkisstjórn sé starfhæf?
Ingibjörg vill kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.