Ótrúlega heimskulegt fyrirkomulag.

Þetta fyrirkomulag sem er á tryggingakerfinu er hreint út sagt fáránlegt. Þarna er verið að taka af bótum sem barnið á rétt á vegna þess að hann á rétt á því að fá mánaðarlegar greiðslur frá almannatryggingum. Og svo er allur ágóði sem að kemur til vegna vaxta á upphæðinni dreginn af í viðbót, þannig að barnið þarf að eyða þessum peningum sem fyrst ef að hann ætlar að fá fullar bætur úr lífeyrissjóði...

Þetta er ekkert nema fáránleg tilraun til þess að láta ríkið niðurgreiða tryggingarfélöginn.... Hvernig hægt er að fá OF miklar bætur fyrir alvarlegt slys er mér reyndar einnig framandi hugmynd. Þessi drengur til að mynda á ekki eftir að ganga aftur, og ég fæ ekki séð að slíkt sé hægt að bæta á nokkurn hátt. Hann hefur takmörkuð atvinnutækifæri sökum lömunar og þarf líklega að lifa á örorku og lífeyri sem er svo dregið af miskunarlaust ef hann svo sem eignast pening fyrir það eitt að lyfta litla fingri. 

Man nú bara eftir einum manni sem bjó rétt hjá ömmu minni, hann lækkaði svo í bótum þegar hann fór út að vinna 2 daga í viku bara til að halda sönsum (var 75% öryrki eftir slys) að hann varð að hætta að vinna eða ella hafa það lítinn pening á milli handanna að hann gat varla séð fyrir sér.

Þetta kerfi er svo ónýtt og gegnsýrt af hagsmunagæslu ríkisins og tryggingarfélaganna, andstætt því að passa upp á rétt sjúklinganna, sem augljóslega eru ekki í aðstöðu til að leita til rándýrra lögmanna í hvert skipti sem ágreiningarefni kemur upp... skammarlegt...


mbl.is Börnin fá smánarbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Skaz!  Í sjónvarpinu sást að drengurinn er með mjög skerta hreyfigetu í höndum og þá hefur hann einnig mjög skert afl í handleggjum. Möguleiki á að hann starfi eitthvað í framtíðinni byggist því eingöngu á langri, bóklegri menntun sem hann getur eingöngu aflað sér með mikilli, kostnaðarsamri aðstoð. Alls ekki er hægt að búast við að hann öðlist þrek né almenna heilsu til að takast á við nokkuð nálægt fullu starfi.

Sárast er að vita að tryggingarfélögunum tókst að skemma núgildandi lög svona með þeim rökum að hindra bæri að tryggingaðbótaþegi  hagnaðist á slysi " stæði betur en fyrir slysið"!

Gott er til þess að vita að fáeinir lögfræðingar hafa barist harðlega fyrir breytingum á lögunum og virðast nú vera að ná árangri.

Hlédís, 10.3.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband