14.4.2009 | 17:30
Má ekki almenningur setja eigin stjórnarskrá?
Skil ekki þessa heimsku Björns Bjarna, að halda að það skuli vera einhver forréttindi Alþingis að setja eigin leikreglur og gera þær að pólitískum bitbeinum og skiptimynd?
Ég hélt að þessir menn tryðu á lýðræðið? Hvað er lýðræðislegra en að fólk kjósi annað venjulegt fólk til þess að semja þær leikreglur sem ætlast er til að yfirvöld og þeir sem kosnir eru í þær stöður fari eftir?
Mér sýnist á öllu að með þessu sé Björn að sýna það að hann trúir á forræðishyggjuna umfram allt, einhverskonar blendings fasisma sem gefur það í skyn að það sé nauðsynlegt að hafa vit fyrir fólki og að stjórnun landsins sem það býr í og á komi því einfaldlega ekkert við umfram það að kjósa "rétt". Þar erum við Björn mjög svo ósammála. Því að ef það er eitthvað sem er meiri þróun í átt til lýðræðis en að færa vald frá stofnunum s.s. Alþingi beint til almennings þá veit ég varla hvað það er.
Stefnir í sigur málþófsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.