16.4.2009 | 20:27
Já þegar hin höndin heldur á rýtingi...
Sjálfstæðismenn hafa fyllst eldmóð við það að hafa náð að bíta af litlaputta með seinkun stjórnlagaþingsfrumvarpsins og núna ætla þeir að éta sig upp restina af handlegginum og tryggja sinn einkarétt á auðlindum almennings.
Slegið á sáttahendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir eru bara sorglegir greyin... og vita ekki af því...
Brattur, 16.4.2009 kl. 20:33
Á Íslandi er einn, og aðeins einn landsöluflokkur, ef ekki beinlínis landráðaflokkur. Flokkur, sem vill koma landinu og auðlindum þess undir vald erlendra manna. Sá flokkur heitir Samfylkingin. Allt tal um "þjóðareign" er út í hött þegar fyrir liggur að þessi flokkur hyggst afhenda Brussel- mönnum auðlindir þjóðarinnar til ævarandi eignar og umráða. Þær verða þá nýttar með hagsmuni Brussel í huga, ekki Íslendinga.
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.4.2009 kl. 21:20
Vilhjálmur... Sjálfstæðismenn segjast eiga sjávarauðlindirnar... þær eru nýttar með hagsmuni Sjálfstæðismanna í huga, ekki Íslendinga...
Brattur, 16.4.2009 kl. 21:25
Þetta er steypa. Hins vegar vil ég benda á, að sjálfstæðismenn eru, kvótagreifarnir líka, Íslendingar. Mennirnir í Brussel vita varla hvað Ísland er. Þeir , munu nýta auðlindirnar ("þjóðareignina") engöngu og alfarið í þágu Evrópusambandsins, ekki síst Breta, Þjóðverja, Spánverja og annarra sem vilja vera með.
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.4.2009 kl. 21:30
Vilhjálmur, má maður kannski vitna í hinu fleygu orð Sigurðar Kára á landsfundi Sjálfstæðisflokks?
"Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni, þá felur það í sér að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa utan Evrópusambandsins. Og því fagna ég...”
Hvernig eru þetta ekki landráð og að hvaða leyti höfum við nú þegar yfirráð yfir auðlindum okkar skv. þessum orðum hans Sigurðar?
Og hvaða rök, í alvöru hlustaðu nú, hvaða rök hafa menn fært fyrir því að við töpum yfirráðum yfir auðlindum okkar??!? Vísaðu einhverstaðar í bókstaf þar sem að það er tekið fram, eða sjálfstæðið hvaða land þjóðanna í ESB myndi ekki mótmæla þér hástöfum yfir þessari staðhæfingu að þar séu engar sjálfstæðar þjóðir innanborðs? Og ætlarðu að segja mér að þessi lönd stjórni ekki auðlindum sínum? Þvert á móti, þá ráða þær þeim með öllu og engin breyting sjáanleg í þá áttina miðað við síðustu fréttir úr ESB.
Skaz, 16.4.2009 kl. 21:55
Samkvæmt Evrópusáttmálanum eru auðlindir aðildarríkja "þjóðareign" allra aðildarríkjanna, sameiginleg eign, sem allir geta gengið í sem vilja. Ráðstöfun þessarar "þjóðareignar" Evrópusambandsins er síðan í höndum Brussel- manna, sem hafa að sjálfsögðu hagsmuni stærstu og öflugusta ríkjanna að leiðarljósi. Svo einfalt er það.
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.4.2009 kl. 22:07
Eh Vilhjálmur?
Úthlutun kvóta innan ESB er í höndum landanna sjálfra eftir að ESB kvóti hefur verið dreginn frá. Það eru meira að segja ólíkar aðferðir hjá löndum við kvótaúthlutun. Þó er oftast miðað við 20 ára veiðireynslu, sem ég verð að segja að veitir okkur hér svolítið forskot.
Get líka bent þér á að þeir kvótabarónar sem ég þekki mest inn á hafa hljóðlátlega látið af andstöðu sinni við ESB af ótta við að LÍÚ verði með læti gagnvart þeim. Málið er bara það að þeir hafa verið með fyrirtæki í Þýskalandi í rúm 10 ár og líkar það bara vel. Og þeir virðast ekkert hafa áhyggjur af því að tapa kvóta eða aflaheimildum.
Þetta er svo mikil vitleysa að halda það að stærstu ríkin komist upp með að vaða yfir allt og alla í þessu bandalagi. Við erum að tala um 27 þjóðir, stærstu 2-4 þjóðirnar yrðu rifnar í sundur af hinum þjóðunum ef að þær gerðust sekar um einræðistilburði. Þetta er lýðræði meðal þjóða, leiðbeint frá Brussel og möppudýrum þar sem halda þessu gangandi.
Og þú bendir ekki á neinar heimildir eða vitnar í neinn sem að fært hefur fyrir þessu áliti þínu rök. Það þýðir ekki að slá svona fram, sérstaklega ekki þegar þú virðist bara allst ekkert hafa kynnt þér málið.
Þjóðum er ekki mismunað innan ESB á þann máta að þau eru arðrænd fyrir opnum tjöldum á þennan hátt sem þú gefur í skyn.
Skaz, 17.4.2009 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.