Ef satt er, þá eru þau afar ómerkilegar persónur.

Sem manneskja sem hefur þjáðst af kvíðaröskun allt mitt líf og þurft að glíma við ótrúlega fordóma og vanþekkingu fólks um slíkar geðraskanir sér í lagi þegar ég hef gengið menntaveginn. Þá get ég alveg skilið Ólaf. Þó að ég hafi ekki það mikið álit á manninum varðandi ummæli hans eða verk.

Það að leyfa kjörnum fulltrúum af öllu fólki að komast upp með svona ummæli er afar slæmt fordæmi, og eiginlega finnst mér að Júlíus og Hanna verði gert skylt að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum sínum um geðheilsusögu Ólafs. Ef að það reynist satt að þau hafi á annaðborð sagt þetta.

Það er óþolandi að á landi sem þykist vera eitt siðmenntaðasta land 21. aldarinnar skuli ennþá þrífast fordómar aftan úr 18. öld og fyrr. Og að þessum fordómum sé leyft að grasserast og að ekkert sé gert í því að eyða þeim. Að hver einasti einstaklingur sem lendir í þeirri gryfju geðsjúkdóma þurfi að útskýra það að hann sé með sjúkdóm sem hægt er að meðhöndla og þurfi á tímum örlitla tillitsemi þegar honum gengur illa í þeirri meðhöndlun. 

Það að stundum sé gefið í skyn við mann að maður eigi ekki erindi í það að ganga menntaveginn eða taka þátt í lýðræðislegri umræðu er til skammar og sýnir meira um greindarskort þess sem leggur það til en um að sá geðveiki sé ekki hæfur í eitthvað.

Við erum ósköp normal fólk nema sumt hvað með sjúkdóma sem fylgja okkur alla ævi og við ráðum kannski ekki alltaf við, svona svipað og sykursýki og fleiri sjúkdómar.


mbl.is Segir af sér sem varamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það gengur auðvitað ekki að verið sé að atast í líkamskvillum manns sem hefur reyndar verið lógískari en margir af þessum jólasveinum sem vilja fá að ráða.

Ólafur Þórðarson, 7.5.2009 kl. 02:03

2 identicon

Góð færsla hjá þér og svo sönn.

Ég þekki þetta viðhorf vegna vina minna og hef stundum orðið orðlaus yfir miskunnarlausum aðdróttunum í garð geðsjúkra.

Gangi þér sem allra best!

Addý (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 02:23

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Alveg rétt Skaz og góð færsla. Það gengur ekki ef þetta er satt. Sama hvaða álit fólk hefur á stjórnmálamanninum Ólafi M er ekki hægt að líða fordóma gagnvart fólki.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband