12.5.2009 | 19:39
Er alveg 100% að þeir séu að tala um Ísland?
Verð nú að segja að mér finnst þessi þjóðhagsspá ekki alveg í takt við það sem er að gerast í kringum mann. Þannig að maður byrjar auðvitað að spyrja sig hvort að þeir sérfræðingar sem um ræðir hér séu með það á hreinu um hvaða land og á hvaða tímabili þeir eru að fjalla um það.
Það versta er langt frá því yfirstaðið því að það mun verða algjört hrun á gjaldmiðlinum þegar gjaldeyrishöftin verða tekin af. Því að þau verða óumflýjanlega tekin af.
Svo er það að manni sýnist bara hafa verið teknar bjartsýnustu tölurnar í þessa spá og að þetta sé "best case" spá sem er svo ólíkleg að verði að raunveruleika að manni verður um.
Það getur ekki verið siðferðislega rétt að varpa eingöngu fram bjartsýnisspá og kalla hana þá einu réttu og líklegustu...
Það þyrfti að setja fram líka eina svartsýnisspá og svo eina miðlungsspá...
Það versta mögulega afstaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.