Áfellingsdómur yfir Útlendingastofnun

Ég veit ekki hvað öðrum finnst, en að það taki 2 ár fyrir Útlendingastofnun að úrskurða um hæli og svo tekur við álíka áfrýjunarferli sem svo getur endað í að Útlendingastofnun þurfi að skoða málið aftur...

Finnst fólki þetta eðlilegt? Að það taki virkilega svona langan tíma að úrskurða um þetta....í nánast ÖLLUM tilvikum? Maður hefði nú haldið að einhver tilvik væru auðveldari en önnur í meðferð.

Og oftar en ekki þá er þessu fólki ekki leyft að dvelja hér nægilega lengi til þess að niðurstaða náist í málum þeirra, og ef að svarið verður jákvætt þá getur fólkið ekkert komið sér hingað aftur til að nýta sér það.

Ég er ekki að segja að þessi maður eigi að fá að vera hér á landi eður ei, þekki ekkert annað til í máli hans nema hversu langan tíma þetta er búið að taka. Og satt best að segja blöskrar mér sá tími sem þetta er búið að taka. 

Þetta er eins og að þetta sé hannað til þess eins að fólk fari í þrjóskukeppni við kerfið sem yfirleitt vinnur á heimavelli. Fólk er látið bíða þangað til það annaðhvort fer af sjálfsdáðum eða landvistarleyfið rennur út.

Svo koma skrifstofublókir eins og Ragna dómsmálaráðherra alveg miður sín og skilja ekkert, enda búið að útskýra fyrir manninum hver kerfið virkar, kerfið sko þetta, kerfið hitt, kerfið, kerfið! 

Hvernig væri að draga aðeins úr vægi kerfisins? Koma mannlega þættinum inn í þetta? Eða að minnsta kosti gera fólki kleift að fá úrskurð og niðurstöðu á styttri tíma en 2-3 árum eða lengur?

Það hlýtur að vera hægt.


mbl.is Hælisleitandi fluttur á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vonlaust að láta undan svona kúgun eins og Alsírbúinn beitir. Ef einum tekst að kúga stjórnvöld með hungurverkfalli er það ávísun á að aðrir reyni það. Útlendingastofnun á að klára málið og senda manninn úr landi. Um leið og menn eru staðnir að því að ljúga um uppruna sinn á að senda þá til baka.

Albert (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sama sinnis, að það skuli taka tvö ár er ekki nógu gott.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.5.2009 kl. 23:43

3 identicon

Í svona málum þegar menn koma á fölsuðum pappírum og neita síðan að gefa upp sitt rétta nafn og eru ósamvinnuþýðir og reyna að villa fyrir um uppruna sinn. Þá eiga þeir að fá sérstaka hraðmeðferð, þ.e. með fyrsta flugi út aftur.

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:01

4 identicon

Einkennilegt að Albert skrifi íslensku. Ertu orðinn 12 ára?

Hvað um Albert, þá eru 2 ár langur tími. Er nokkur vafi hver borgar reikninginn í pólitísku aðgerðarleysi? Hvernig væri að virkja svona gott fólk og gera það að Íslendingum og henda honum í vinnu?

Ef maðurinn er svona ásækinn að gerast Íslendingur, þá á hann að fá orðu fyrir það. Með sínum ásetning og gerðum þá hefur hann sýnt og sannað að hann er meiri íslendingur en 99% þjóðarinnar. Hann hefur meira að bera til búsins en Björgólfsfeðgar.

Fólk er almennt orðið of værukært. Man enginn eftir því að við fiskuðum fisk, sel, hval og fugla hér áður fyrr (og væntanlega aftur) til að halda í okkur lífi

Skömm sé Útlendingastofnun.  Útlendingastofnun skilur ekki sjálfa sig. Konur þar eru konum verstar.

nicejerk (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:01

5 Smámynd: Baldur Blöndal

Hungurverkfall er kúgun, þar sem viðkomandi segir óbeint „ef ég dey er dauði minn á þínum höndum“, hungurverkfall er ekki aðferð sem við notum í okkar siðmenntuðu landi heldur reyndum við að ræða við viðkomandi aðila.

Ég þekki ekki vel til málsins og það er satt að 2 ár séu langur tími til að úrskurða um hæli en maður talar við fólkið sem sér um þetta og maður talar við fólkið aftur þangað til maður fær sínu framgengt. Hungurverkfall er bara ein leið til þess að fá athygli og samúð, og til að láta aðra líta illa út í gegnum kúgun, og við höfum nóg af leiðinlegu fólki á Íslandi án þess að bæta við fólki sem beitir svona leiðinlegum aðferðum.

Það er satt það sem Ragna dómsmálaráðherra segir, að það væri ósanngjarnt ef allir færu að gefa honum extra hjálp. Gilda lögin ekki um fólk sem fer í hungurverkfall? Svo er það önnur spurning hvort breyta þurfi lögunum, en ég fer ekki út í það

Baldur Blöndal, 13.5.2009 kl. 00:03

6 identicon

Ég vona bara að það sé ekki þessi maður sem flytur hann til og frá sjúkrastofnunum.

Kolla (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:20

7 identicon

Guðmundur, ég botna ekkert í því sem þú skrifaðir!

Að sjálfsögðu er það fáránlegt að tíminn sem í þetta fer skuli vera 2 ár eða jafnvel lengur. Hvað í ósköpunum er verið að gera á þessum tíma? Maður spyr sig! En ég er að mestu sammála Baldri hér fyrir ofan og þrátt fyrir að það sé kominn tími til að enduskipuleggja útlendingast. þá er þetta versta leiðin til að knýja það áfram. Að hann ætli sér að vinna inn samúð landans eftir að hafa reynt að ljúga sig áfram inn í landið. Ef neyðin er svona svakaleg á hans heimaslóðum þá er sjálfsagt að aðstoða hann, en lítið er hægt að aðstoða eða hlusta á menn sem ekki geta talað sannleikann og ætla svo að heimta í gegn úrskurð sem hentar honum sjálfum. Ég óska honum bata og vil honum ekkert ílt, en hann fer vitlaust að og ég vona að þetta verði ekki til þess að hann fái hæli hér á landi þegar þúsundum öðrum er fleygt héðan burt. Það er kannski bara málið að setjast niður og heimta að eitt af 4 vegabréfum mans verði tekið trúverðugt? Kerfið er alstaðar sýkt, en þetta er ekki leiðin sem ég vil sjá geng því.

Marinó Muggur (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:32

8 identicon

Fyrirgefðu Guðmundur, skil þína skrift en ekki þá sem "nicejerk" náði ekki eftir nafninu, skrifaði.

Marinó Muggur (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:33

9 identicon

Farið hefur fé betra.

Mikið djöfull er íslendingurinn farinn frá sjálfum sér. Ef ´útlending' er haldið í herkví vegna einhverra pólitískra deilna, þá á að stinga pólitíkusum í fangelsi vegna vanhæfni, ekki fórnarlaminu.

Þið hagið ykkur eins og handónýtar stelpur.

Marinó þarf að skreppa erlendis og skoða meira. Ekkert er meira gefandi en sannleikur, en sannleikurinn veltur á kúltúrnum sem maður er staddur í.  Í hvaða sannleik er Marinó staddur?

Það á að skoða manninn og rekja uppruna hans. Það er fljótlegt og einfalt.

Útlendingastofnun er ónýt. Hún gat ekki sinnt einasta einu verkefni. Hve mikið kostaði Útlendingastofnun árið 2008?

nicejerk (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 01:15

10 identicon

Forstjóri Útlendingastofnunnar viðurkenndi að mál hans hefði gleymst í heilt ár... er ekki eðlilegt að málið fái flýtimeðferð eftir það?

Þess fyrir utan, hvað er að því að maðurinn bendi á það að líf hans er í okkar höndum? Hann deyr hvort eð er að öllum líkindum ef hann verður sendur burt, hvað með það að hann vilji að fólk viti af því og taki eftir því þegar líf hans tekur enda? Er eitthvað, EITTHVAÐ, óeðlilegt við það??

Gunnar (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 01:56

11 identicon

Skrýtið með svona öfuga rasista eins og "Nicejerk". Hann myndi aldrei tala um útlendinga eins og hann talar um Íslendinga. Það hlýtur að vera erfitt að búa í þjóðfélagi ef maður fyrirlítur íbúa þess.

Það er hlutverk útlendingastofnunar að passa uppá að hingað komist ekki hvaða ribbaldar sem er. Það eru þekkt dæmi um að sumir sem hingað koma eru staðráðnir í að gefa yfirvöldum ekki réttar upplýsingar um sig. Ljúga ítrekað að útlendingastofnun, eyðileggja pappíra og í sumum tilfellum reyna þeir að eyða fingraförum af fingrum. Svo er kvartað yfir löngum afgreiðslutíma hjá stofnuninni.  

Albert (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 08:07

12 identicon

....og "Nicejerk": Leitt að heyra að þú hafir ekki byrjað að skrifa íslensku fyrr en þú varðst 12 ára. Það skýrir ýmislegt. Ég var mun yngri þegar ég lærði að skrifa. En hún er bara svolítið sæt þessi barnslega einfeldni þín.

Albert (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 08:18

13 identicon

Albert kemur að kjarna málsins. Í hans augum er munur á Íslendingum og ´útlendingum´. Eru útlendingar kannski ekki fólk? Albert minnir aðeins á lögregluna og Halla, þar sem allir eru sekir óprúttnir þjófar þangað til annað sannast.

Hvað ef umsækjandinn er einungis barnabarn forfeðra sinna? Er þá ekki búið að eyðileggja heilmikið í mannaumingjanum? Einungis þunnildi og gungur haga sér sama hátt og íslensk yfirvöld hafa gert. Yfirvöldin þora ekki að taka á málum vegna eigin heimsku og vanmati á stöðunni. Það  er heldur ekki slæmt að hafa nolkkra Alberta í vinnu til að kasta sand í augu almennings.

nicejerk (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 10:03

14 identicon

Það krefst styrks og þekkingar að viðhalda barnslegri einfeldni. Einfeldnin er fórnfýsi og nauðsynleg til að takast á við heimsku, vankunnáttu og fordómum annarra einfeldninga. Þekking og reynsla vega þar þungt.

Kannski að lögin í framtíðinni snúist gegn einfeldingum en ekki ´útlendingum´, því það er auðveldara að manipulera einfelding en útlending.

Einfeldni mín er tær og skýr, en það eru aðilar sem vilja flækja málin og vilja gera öll mál torskilin, allt í nafni óheiðarleika og eigin hagsmunaþágu. Jafnvel óheiðarlegir lögreglumenn og tollverðir. Allt heiðalegt finnst þeim að þurfi að fela og gera tortryggilegt. Persónulega fyrir mig virkar það fínt, en það eru ekki allir verðir sem standast slíkt álag og verða því fórnarlömb kerfisins. 

Albert féll á sjálfum sér. Kannski skrúfjárn í naflastrenginn sanni að sé skrúfjáninu snúið þar detti rasskinnarnar af.

Aum og lágkúruleg skot lýsa best hvaðan er skotið, en batnandi manni er best að lifa.

nicejerk (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 14:00

15 identicon

Nýjustu fréttir af Alsírbúanum eru þær að hann er við hestaheilsu samkvæmt læki við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hvernig getur maður sem ekki hefur borðað í 21 dag verið við hestaheilsu? Auðvitað étur hann eins og hestur þegar slökkt hefur verið á myndvélunum.

Ég verð að viðurkenna að áróðursbragð hans gengur eins og í sögu. En hann virðist ekki bara kunna illa á íslenskt dómskerfi og stjórnskipula, heldur virðist hann vanmeta íslenska heilbrigðiskerfið líka. En ekki tókst honum að leika á læknana sem skoðuðu hann. 

Albert (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:21

16 identicon

Einkun íslenks heilbrigðiskerfis: 0 (núll)

Mér þætti gaman að fá nafn læknisins sem gaf út ´heilbrigðisvottorð´ Mansri Hichem. Ég vil gjarnan senda það til hagsmunasamtaka starfandi lækna til að fá faglegt álit á rugli sjúkrahússins.

Það er nokkuð ljóst að læknirinn er ekki hæfur starfinu og því ætti að vernda aðra landsmenn með því að gefa honum frí. Ef læknir litar störf sín samkvæmt pólitískum ákvörðunum, þá er hann/hún vanhæf(ur). 

Kannski að fólki finnist sárt að Mansri Hichem hitti á veika bletti, en það er akkúrat það besta sem maðurinn gat gert. Og ef einhver glóra er í fólki, þá tekur það skynsamlega á málunum. Hitt er bara að halda áfram að vera heimskur, rétt eins og ekkert hafi gerst. 

nicejerk (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:53

17 identicon

Átti læknirinn að ljúga því að ástand mannsins væri slæmt til að fróa pólitískum skoðunum "nicejerk"? "Nicejerk" er búinn að ákveða að trúa öllu sem Alsírbúinn segir en drulla yfir alla þá sem eru á öndverðri skoðun.

En ég er farinn að hallast að því að "Nicejerk" sé bullari sem er að reyna að æsa fólk upp. Það er enginn svona vitlaus.

Albert, out. 

Albert (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband