21.5.2009 | 18:05
Hlýðum flokkinum! Die partei!
Hvar er hugrekkið og dugurinn? Kjarkurinn og þorið?
Íslenskir þingmenn, hægri og vinstri hafa svo lengi látið flokkana sem þeir tilheyra (þó ekki sé mikill munur á tíðum á þessum flokkum) Algjörlega stjórna sér, hegðun sinni og atkvæðagreiðslum á þingi. Jafnvel þó svo að samviska þeirra, hugur og sannfæring segi allt allt annað.
Afhverju eru bara þessar gungur, þessir góðu flokksfélagar kosnir inn á þinn þegar þörfin er á hugrökku og dugmiklu fólki sem þorir að tala hreint út, ganga til verks í þágu þjóðarinnar.
Ekki bara þessara örfáu prósenta sem kusu þá á þing.
Munum fylgja stefnu flokksins" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér, auðvitað væri það eina rétta að breyta í samræmi við eitthvað allt annað en það sem kjósendum var lofað fyrir kosningar. Eða hvað?
Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 18:09
Ég meina við hverju var búist???Hélt samfylkingin að þeir fengu bara frítt spil og allir myndu segja halelúja. Það var alveg ljóst fyrir að framsókn setur mjög ströng skilyrði og af hverju í veröldinni ættur þeir að víkja frá þeim fyrir samfylkingunni þegar þeir eru í stjórnarandstöðu?
Auðbjörg (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 18:24
Nákvæmlega Auðbjörg. Hingað til hefur það ekki þótt til eftirbreytni að svíkja kosningaloforð en núna finnst Evrópusambandssinnum það hið bezta mál ef það er til þess fallið að auka líkurnar á að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið. Það hefur reyndar fyrir löngu komið í ljós að fyrir þeim er öllu fórnandi fyrir það markmið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 18:43
Það væri skelfilegt ef þingmenn væru bundnir af einhverri flokkslínu. Það væri gott að hver og einn kysi samkvæmt sinni sannfæringu.
Sigurjón, 22.5.2009 kl. 02:46
Það er spurning hvernig tekið væri á þeim samfylkingarmanni sem greiddi atkvæði á móti ESB-tillögunni vegna eigin sannfæringar í málinu. Það yrði örugglega vel liðið af krataelítunni.
H (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.