Ok, átti ekki von á þessu frá IMF...

IMF var ekkert hrifið af þessum höftum þegar þau voru sett og lagði hart að ríkinu að þetta væri einungis til skamms tíma.

Núna kúvenda þeir svona agalega og segja að þetta gæti verið viðvarandi, sem og þá væntanlega gjaldeyrisskömmtun. 

Mér finnst núna sterklega eins og að eitthvað hafi ekki komið fram um ástand landsins í peningamálum. Eitthvað mjög neikvætt sem IMF ætlar að eftirláta ríkisstjórninni að leyna eða segja frá. Og svo þessi Þjóðhagsspá sem var voðalega neikvæð á köflum en svo allt í einu jákvæðari en andskotinn á næstu síðu um önnur mál.

 

Það er eitthvað sem gengur ekki upp og mér er afar illa við þessa óvissu.


mbl.is Þaulsetin gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nákvæmlega. Held að við vitum ekki mikið um raunverulega stöðuna.

hilmar jónsson, 14.5.2009 kl. 11:35

2 identicon

Ég óttast að skýringin sé fyrst og fremst sú að gjaldeyriskreppan sé alvarlegri en fólk finnur almennt á meðan henni er haldið í skefjum með gjaldeyrishöftunum. Ef traustið á gjaldmiðilinn er lítið sem ekkert er afar erfitt að viðhalda verðgildi hans gagnvart öðrum myntum. Frekara hrun krónunnar myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir atvinnulíf og heimili og þess vegna er þessi bölvanlegi línudans milli þess að lækka vextina eins hratt og hægt er fyrir atvinnulífið í landinu en samt ekki svo hratt að restin af traustinu fjúki.

Við erum líka með ríkissjóð einu haki frá spákaupmennskuflokki í lánshæfiseinkunn og í endurskoðun á neikvæðum horfum hjá tveimur af matsfyrirtækjunum. Það yrði okkur dýrkeypt að detta þar niður.

Trúverðugur niðurskurður og dans á línunni er því miður okkar eina leið sýnist mér.

Arnar (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 11:40

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað myndi vera trúverðugur niðurskurður ?

hilmar jónsson, 14.5.2009 kl. 11:43

4 identicon

Já ég er hissa á þessu. Þarna er eitthvað sem ekki passar. Ég er líka viss um að þjóðinni er ekki sagt satt og rétt frá hvernig staðan er. Man að Steingrímur talaði mikið um að skila láninu frá IMF, nú er hann fjármálaráðherra og nú heyrist ekki lengur múkk um þetta.

Hvað er það sem við fáum ekki að vita?

Ína (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 11:49

5 identicon

Hvað er hægt að gera? Hvað með að hætta þessu bulli. Krónan var og er fölsk og það á að taka henni sem slíkri. Fjármagnseigendur hingað og þangað eiga ekki að stjórna hagkerfinu með því að spila með markaðinn og hagkerfið á ekki að stjórnast á því að fjármagnseigendur hingað og þangað hugsa hitt og þetta. Vilji krónan niður þá má hún falla, fjármagnseigendunum var einfaldlega nær að reyna að troða sér með þessum hætti inn í arðgreiðslur frá verðmætasköpunn heillar þjóðar.

Við hin getum byrjað að nota nýjan gjaldmiðill sem endurspeglar raunveruleg verðmætasköpun hagkerfisins, ekki það hvað einhverjir spákaupmenn eru að hugsa, og er þannig notað til þess eins að auðvelda viðskipti, ekki til þess að eiga við hagnað eða viðskiptavild tilvonandi fjárfesta. Heldur venjulegan gjaldmiðill sem er til þess eins að menn geti geymt og skipt verðmætum. Og takið eftir, það þarf enga stjórnmálamenn eða alþjóðagjaldeyrissjóði til að segja skilið við vandamálin með þessum hætti. Það þarf bara samstöðu fólksins, það er ef allir myndu taka sig saman og segja skilið við gamla falska hagkerfið.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband