5.6.2009 | 18:15
Kannski, gæti, kæmi til....
Voðalega mikið af einhverjum óvissuþáttum og akkúrat þessum orðum sem ekki þykja að mínu mati of traustvekjandi, voru það ekki einmitt þessir starfshættir sem komu okkur í þetta klandur? Útrásarvíkingarnir héldu að allt myndi bara ganga upp og reddast og notuðu mjög óljós lýsingarorð og áætlanagerð sem varpaði bara því besta sem gat gerst upp á skjávarpan.
Hvert er hin áttin, ef að allt fer á versta veg, ekkert gengur upp? Hvað mun þetta kosta okkur mögulega þá? Og ég sé að miðað er við núverandi gengi, sem allir sem nokkuð vit hafa í kollinum geta sagt þessum mönnum að er ekki alvöru gengi krónunnar. Og að hún hjlóti að eiga eftir að falla töluvert þegar við neyðumst til þess að afnema gjaldeyrishöftin...
Bara mínar, óhreins almúga athugasemdir....
Hækkar um 37 milljarða árlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.