Þessi merki öllsömul

Var um helgina á 10. Bekkjar reunion sem var nokkuð skemmtilegt og breyttist í bara nokkuð skemmtilegan Sjallaferð og það finnst mér til utantekninga að Sjallaferðir séu skemmtilegar. Vil þakka bara öllum sem ég hitti þetta kvöld fyrir dágóða skemmtun.

Ok plús helgarinnar búinn þá er það tuðið.

Allt þetta stúss með konur og karla og þennan "leik" sem fólk virðist standa í þegar það er að nálgast hvort annað í tilganginum sem lífið er sagt snúast um. Þ.e.a.s. fjölgun mannkynsins.

Sem félagsfælinn einstaklingur er þetta sem mér hefur aldrei fundist vera skiljanlegt eða að ég hafi nokkurn tímann getað lært. Það virðist fyrir mér sem að ég hafi misst af námskeiðinu "Stefnumót 101" eða álíka. Mér er sagt að ég hafi mögulega fengið vægt hint frá stúlku um helgina. Ég fattaði það ekki fyrr en á mándeginum......og verð að viðurkenna að það þykir mér mjög mjög MIÐUR. Ekki bara fyrir hvert þetta hefði getað leitt heldur að virðast vera blindur á þetta eða a.m.k mjög hægur að skilja það.

Hvernig á maður að bera sig að við að kynnast fólki almennt þegar maður virðist ófær um að þekkja eða meta einhver óskiljanlegar vísbendingar sem allir aðrir virðast hafa fengið skilning
á í vöggugjöf?!?!?!

Þess ber að geta að það var ekki feimnin í þetta skipti, áfengið stútaði henni. Þetta var reynsluleysi og einhver blinda sem ég veit ekki hvernig í andsk. ég á að bera mig að við að yfirvinna.

Það er ekki eins og ég sé að fá sénsa til þess að æfa mig. Og ég HATA þegar fólk segir mér að þetta sé einfalt, að ég bara segi: "Hæ hvað segir þú" eða eitthvað á þá leið. Þ.e.a.s þegar mér er bara sagt byrjunin og ekki hvernig ég á að vita hvernig mér gengur. Það er málið, ég veit ekki bara hvernig ég á að byrja, heldur líka hvernig ég á að halda áfram og hvernig ég met árangurinn.

Er kannski að ofgreina þetta allt saman en kommon ég er 26 ára aldrei verið í sambandi og algjörlega grænn greinilega á samskipti karla og kvenna...vantar að komast í hóp þar sem fólk kynnist eða eitthvað. Vantar að fara oftar út á lífið, vantar kunningjanet sem dregur mig í partý eða eitthvað. Allir jafnaldrar mínir og þar með langflestir vinir orðnir foreldrar og í samböndum eða hjónaböndum eða fluttir til RVK. Ekki illa meint samt þið öll :-)

Æi ég er að verða niðurdregin á að skrifa þetta. Bara kvartanir, hver vill lesa blogg með engu nema kvörtunum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband