Sambönd

Er í matsalnum núna í skólanum og ég kemst ekki hjá því að sjá öll samböndin á milli fólks. Ég er náttúrulega sit einn við borð eins og fyrri daginn en bara að sitja innan um mikið af fólki er víst æfing er mér sagt. En já það sem ég er að sjá eru hin ýmsu félagslegu tengsl sem eru í gangi hérna, vinir, félagar, kunningjar, kærustupör, rekkjunautar og bekkjafélagar. Þetta er allt hér á ferðinni. Minnir mig alltaf á það að ég er einn, langt síðan ég missti af öllu fólkinu sem ég átti að útskrifast með upphaflega og allir sem voru með mér í bekk í fyrra eru útskrifaðir, bara ég einn og yfirgefinn.

Heh, sé að ein stelpa sem situr ein er að horfa á Family Guy... Það sem ég er að meina í raun er það að ég myndi alveg vilja sitja við hliðina á henni og hlæja með henni, eða bara að sitja við hliðina á einhverjum að tala um eitthvað. Að vísu fer kvíðinn alltaf upp en fjandinn hafi það mér líður illa núna þegar ég er einn og með lítinn kvíða...

Ég er farinn að hætta að þola þessa einangrun sérstaklega eftir að allir fluttu suður og þeir sem urðu eftir eru vinnandi og komnir með fjölskyldur sem sitja fyrir.

Það mesta sem ég geri félagslega er að fara í bíó með bróður mínum af og til...og hann er að fara suður bráðum. Ég er farinn að kvíða fyrir framtíðinni æ meira og þeirri einangrun sem er yfirvofandi hjá mér.

Flest fólk kynnist vinum í gegnum æskuvini og makar þeirra koma úr einum af þessum vinahópum. Þetta er dálítið kalt mat en ég er farinn að sjá fram á það að ég hafi bara engann aðgang að neinum lengur. Var ekki nægilega duglegur við að rækta samböndin og taka þátt í því sem fólk gerði.

Heh, var alltaf svo kvíðinn yfir að þurfa að gera eitthvað sem myndi sína þeim hinn raunverulega mig, eitthvað sem myndi láta mig þurfa að gera eitthvað sem gæti breytt áliti þeirra á mér og þannig fælt alla vini mína í burtu. Þvílík kaldhæðni að það gerðist vegna þess að ég var að reyna að fyrirbyggja það...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Hei þú!!! Ég hef ekki skoðað bloggið mitt í 100 ár (og þar af leiðandi ekki þitt), en þú ert sko velkominn í heimsókn góði Reyndar þarf ég örugglega að pína þig hingað hvort eð er út af öðrum málum skólatengdum, en það þarf ekkert að vera eina ástæðan sko... ert velkominn í sjónvarpsgláp, spjall eða hvað sem er! (nema kynsvall sko...)

Ég ætla samt að gera ráð fyrir því að þurfa að draga þig hingað, ég með mína símafóbíu en jæja, sendi þér bara sms í staðinn

Hugrún Jónsdóttir, 21.9.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband