Hvað þurfa margir af þessum 1000 á þessu að halda?

Það er eitthvað sem verður að koma í ljós með tímanum. Það er nefnilega ekki öruggt að allir sem sækja um þurfi né geti notfært sér þessa aðferð. En ég er persónulega þeirrar skoðunar að 100 - 200 hafi verið alltof lág tala samt sem áður.

Ég held að það sé ekki alveg að sökkva inn hjá stjórnmálamönnum hversu útbreidd áhrif af hruninu eru hérlendis. Það er fyrst núna í apríl sem að maður er farinn að finna fyrir svartsýninni og vonleysinu. Þeir sem fyrst misstu vinnuna eru búnir að vera atvinnulausir í nokkra mánuði eftir að uppsagnafresturinn kláraðist og ekkert ljós í atvinnuleysis myrkrinu er sjáanlegt. Á meðan sitja þessir pólitíkusar og rýna í tölur og syngja og væla um vinnuleiðir og hvort að meirihluti á þingi eigi að ráða eða ekki. Sýnir það kannski ekki hversu ónæmir Alþingismenn eru orðnir á vanda almennings.

Finnst að það ætti að tengja tekjur þessarar aðalsstéttar okkar við það ástand sem ríkir í landinu. Þau myndu kannski þurfa að versla í Bónus og fleiri stöðum þar sem að það væri óumflýjanlegt að rekast á það fólk sem hve verst hefur það. A.m.k þarf þetta pakk á þingi að fara að rífa hausinn úr rassinum á sér og fara að horfa á ástandið frá sjónarhóli okkar en ekki ofan af fílabeinsturninum.


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Eigum við þá ekki að reyna að rífa hausinn á S og VG liðum út úr rassgatinu á þeim. Þau eru í það minnsta ekkert sérlega ginkeypt fyrir því að slá þessari skjaldborg um heimilin sem þau lofuðu. Reyndar grunar mig að þetta hafi verið tjaldborg um heimilin og hún hafi fokið í einhverju rokinu í mars.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 5.4.2009 kl. 13:41

2 identicon

Sæll Skaz

Ágæt færsla hjá þér.

Ég skil ekki hvernig nokkur maður getur haldið því fram að 20% niðurfelling leysi vandann! Það hefur komið fram við útreikninga SB að slík niðurfelling BARA fyrir heimilin kostar ríkissjóð um 285 milljarða. Og hvernig ætti svo að greiða það? Ætli það gæti ekki orðið aukin skattbyrði eða hreint "hrun" á velferðar og/eða þjónustugeira hins opinbera. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem skulda EKKI? Ég er t.d. námsmaður og á eftir að eignast börn... er það sanngjarnt ofan á allt annað að ávísa reikningnum á komandi kynslóðir?

Varðandi fyrirtæki þá held ég að 20% leiðin sé leynt og ljós knúin áfram af þeim fyrirtækjum sem mestra hagsmuna hafa að gæta... Hvað með ónefnt flutningafyrirtæki sem fór svo illa með rekstur sinn að það greiddi út hundruðir milljóna í "árangurstengda" bónusa - þrátt fyrir "lóðréttan" hallarekstur.

Heimilin þurfa ábyrg stjórnvöld sem byggja á raunsæjum og sanngjörnum leiðum til lengri tíma - ekki flýtileið sem sökkvir okkur enn dýpra í skuldafen til framtíðar. Það þarf að vera hægt að treysta því að fólk í erfiðleikum leiti til stofnanna til að fá aðlögun - næga framfærslu og byrði í samræmi við það.

Herdís Björk (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband