12.9.2008 | 04:20
Varðskip á staðinn STRAX!
Reyndar væri ég nú alveg til í það ef að við ættum fleiri en tvö stk og ef að þau væru aðeins nýlegri.
Skil reyndar ekki í Ríkisstjórninni að nýta sér ekki FMA kerfi BNA og fá nokkur nýleg og aflögð herskip eða strandgæsluskip sem BNA menn eru hættir að nota. Tyrkir, Pakistanir, Grikkir og margar NATO þjóðir hafa nýtt sér þetta kerfi til að fá dót fyrir lítinn sem engan pening.
![]() |
Sjómenn sneru á sjóræningja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2008 | 04:15
útúrsnúningur
Ok ég er ekki Palin aðdáandi, þvert á móti held ég að hún sé slæmur kostur. Óreynd og ekki meðvituð um mikið utan Bandaríkin.
EN hún fer þarna með rétt mál. Árás á eitt NATO ríki samsvarar árás á þau öll. Og í þessu er styrkleiki Bandalagsins falin.
Það að segja að hún útiloki ekki stríð við Rússland er útúrsnúningur á þessu atriði. Hún getur ekki sagt að nei hún myndi ekki fara í stríð og brjóta á þessu grundvallaratriði bandalagsins. Það væri bara til að veikja það og líklega angra bandamenn þeirra BNA manna.
Annað um þetta mál vil ég nú lítið segja.
![]() |
Palin vill ekki útiloka stríð við Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2008 | 15:26
Sorglegt ef...
Þessir tveir snillingar myndu nú svo ekki lifa þessi 3 ár til þess að hljóta Nóbelinn...
Stephen Hawking er fyrir löngu síðan búinn að lifa tvöfalt lengur en honum var spáð lífi þegar hann greindist með Lou Gehrig's sjúkdóminn... og ekki er hægt að segja að hann Peter Higgs sé nýskriðin úr egginu. Orðinn 79 ára gamall kallinn.
Það verður spennandi að sjá hvor vinnur ef ekki bara báðir...
![]() |
Eðlisfræðiprófessorar í hár saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 10:04
Er ekki einfaldara?
Að leggja þennan "kostnað" vegna innheimtunnar bara beint á vöruna? Ég hefði haldið að hann ætti heima í álagningunni nú þegar?
Það sem enginn vill viðurkenna virðist vera að þessi gjöld eru fundin upp til að hvetja til staðgreiðslu og minnka þannig reikningsviðskipti. Þetta á ekki að leggjast á alla líkt og gert er í dag. Maður fær seðla heim óumbeðið og á það er lagt seðilsgjald, heimabanki seðilsgjald.
Þetta minnir óneitanlega á dúkagjaldið á erlendum veitingastöðum...
En já þetta finnst mér léleg rök hjá honum Alexander að þessi gjöld séu hefðbundin, er hægt að kalla það hefðbundið að taka peninga af fólki? og að sérstök atvinnugrein leggist af við að innheimta gjöld sem eru ólögleg? Só what?
![]() |
Ekki allir sammála um afnám seðilgjalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 23:02
almáttugur, hverju er ekki hægt að klúðra...
Ok, svona mál á að klára strax og án tafar og ekki að velta peningum eða kostnaði og skiptingu fyrir sér. Reikna út hámarksbætur eða ca. þær og borga öllum það sama.
Það er skammarlegt að telja sig geta lagt mat á þjáningar og þann skaða sem þessir menn urðu fyrir þarna. Engar bætur geta nokkurn tímann slegið neitt á það. Þetta er táknrænt og skal vera nógu há upphæð svo ekki fari á milli mála að þarna sé verið að biðjast afsökunar. Réttast væri barasta að gera þessa menn undanþegna skatti það sem eftir er af ævi þeirra...ekki hefur samfélagið hjálpað þeim með að senda þá þarna á Breiðuvík á sínum tíma.
Svona mál á já að leysa í kyrrþey og ljúka með táknrænni athöfn þar sem að formlega er beðist afsökunar.
Það sem hræðir mig mest er að það er ekki laust við að fleiri svona mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið í náinni framtíð. Byrgið er nýlegast í tíma og rúmi en hvaða fleiri staðir eru og voru starfræktir þar sem ummönnunaraðilar gátu misnotað sér aðstöðu sína? Og þessi fasista aðferð að senda börn sem ekkert áttu erindi þarna á Breiðuvík en áttu kannski illa stæða foreldra eða voru bara skilnaðarbörn...
Veit að þetta stuðaði pabba minn t.d. Hann átti vin sem var sendur í burt til Breiðuvíkur, ástæðan? Foreldrarnir voru í óreglu fjárhagslega...
![]() |
Harma framgöngu forsætisráðuneytisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 22:47
Mig langar að vita...
Hvernig maður kemst upp með að einfaldlega að sleppa því að borga lán?
Það að bankinn bara færir þetta á afskriftarreikning eins og ekkert sé eðlilegra fær mig til þess að hugsa hvort að maður myndi nú ekki bara apa eftir þeim og sleppa að borga lánið af bílnum eða álíka...
Komast þessir menn upp með þetta? Er ekki svona sent til Intrum og þeir ráða einhverja leðurklædda mótorhjólamenn sem koma og taka allt? Eða a.m.k senda þeir einn eða tvo jakkaklædda Masters nema í lögfræði til þín ekki satt?
Hver endar með því að borga þetta? Við í gegnum ríkisábyrgð eða skattafsláttar vegna taps?
Ef ég ætti hlut í Icebank myndi ég láta reka hvern þann "verðmæta snilling" á ofurlaunum sem stóð að baki þessu ævintýri. Eða a.m.k. draga þessa 2,5 milljarða króna af laununum hans...
![]() |
Greiða ekki lán sem Icebank veitti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 10:52
Hvaða óhæfi einstaklingur verður ráðinn?
Var að lesa yfir auglýsinguna um þetta jobb og hugsaði með mér að ég gæti allt eins sótt um, enda væru kröfur um menntun og reynslu líklega ekki það sem farið yrði eftir við ráðninguna.
Margir hafa haldið því fram að Árni Matt eigi þessa stöðu vísa, ekki uppfyllir hann kröfur um háskólanám sem gagnast í starfi. Þó svo að starfsmenn Landsvirkjun séu kallaðir asnar þá efast ég að þeir þurfi dýralækni....
Nei Árni vill ekki þetta jobb, hann hatar að vera í fjölmiðlum og að fólk sé að skipta sér af því sem hann er að gera.
En ég er nokkuð viss að sá sem verður ráðinn mun ekki upp fylla allar kröfur sem beðið er um. Flokksskírteini mun líka ráða töluverðu um þessa ráðningu eins og fyrri daginn.
Sjálfstæðismaður, úr fjármálageiranum eða álíka og að sjálfsögðu pólitískur. En þegar ég hugsa um það þá held ég að Guðlaugur Þór myndi alvega sætta sig við þetta starf. Hann er ekkert sáttur við Heilbrigðisráðuneytið held ég, alltaf einhverjar ljósmæður eða hjúkkur að hóta að segja upp og krefjast þess að halda persónulega fundi með honum til að leysa málið.
![]() |
Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 00:42
Einmannaleikinn
Er dulítið einmanna í kvöld. Aðallega vegna þess að ég er einn í húsinu og svo að ég var fyrir nokkrum mánuðum í hópmeðferð við félagskvíða. Og einhverra hluta vegna var ég tilbúinn í kvöld að reyna að fara út á lífið eða gera eitthvað annað en að hanga einn heima. En...já það eru víst flestir ef ekki bara allir vinir mínir (þeir fáu sem ég hef náð að safna um ævina) fluttir suður, eða giftir eða með börn...
Það er dálítið óþægilegt að átta sig á þessu þ.e. hversu einangraður maður er búinn að verða af því að maður gerði aldrei neitt í því að reyna rækta vinskapinn vegna þess að maður vildi ekki vera að ónáða fólk...eða var viss um að menn myndu segja nei við hugmyndum manns.
Líður ekki vel í kvöld.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 23:17
Varðandi myndina og það sem undir henni stendur...
Þá fæ ég allavega ekki betur séð en að skipið liggi nú bara við akkeri... nema að Bretarnir séu það skrýtnir að þeir dragi akkerið eftir botninum hvert sem þeir sigla? Margt skrýtið varðandi þessa Breta...
![]() |
Óviðeigandi að Bretar æfi sjóhernað með Rússum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2008 | 01:08
Stundum...
Eins og í vinnunni undanfarið, vinna og svo sofa. allt sem ég geri, þarf ekkert að hugsa. En það er á svona kvöldum sem ég átta mig á því að ég er ekkert búinn að sigrast á kvíðanum og að þunglyndið sé skammt undan. Það er þegar ég er aleinn með hugsunum mínum sem ég átta mig á því að ég er ekkert nema eins og vinnumaur á leiðinni í gegnum lífið. Engin lífsgæði sem kalla getur á andlega mátann þ.e.a.s. Félagslíf í lágmarki, samkipti við vini og kunningja í lágmarki ef nokkur og annað... t.d. áhugamál eru bara, rannsóknir. Ég rannsaka áhugamál í stað þess að stunda þau.
S.s ég hata líf mitt nokkurn veginn. Ég geri ekkert nema að anda og lifi á líkamlegan hátt, andlegt líf er ekki til staðar. Upplifi mig vera að sóa tímanum í ekkert. Líður illa yfir því að vera ekki að eða að kynnast fólki, svo rifja ég upp afhverju ég er ekki að gera þessa hluti, kvíðinn kemur bara við að hugsa um hvað ég þarf að gera til að kynnast fólki.
Heh, kynnast fólki. Langar í svo miklu miklu meira en það. Langar að kynnast vinum, langar að kynnast konum, langar í kærustu, langar í börn, langar að tala við fólk án þess að vera pæla í því hvernig það er að meta það sem ég segi og líka án þess að vera pæla í því hvort ég sé að valda því vonbrigðum.
Hata þetta "líf" vil breyta því, er að reynda það en...erfitt þegar maður kvíðir fyrir öllu.
Er ennþá á Effexor og er alvarlega að pæla í því að biðja geðlækninn um eitthvað annað eða að auka skammtinn talsvert. Og þá meina ég talsvert, því að öll mín afskipti af þessum SSRI og SNRI lyfjum er ekkert nema vonbrigði. Þetta eru nánast vonlaus lyf hvað varðar Félagskvíða (félagsfælni) og virka ekkert sérstaklega vel hvað þunglyndi varðar.
Vil annaðhvort bara vera á Paxal (Xanax, alprazolam) eða Klonopin (rivotril) sem eru benzó-lyf og virka hjá mér allavega eitthvað. Eða að sem að mig grunar því miður að annaðhvort sé ég að sjá í hillingum eða að verði aldrei möguleiki hér á landi, MAOI lyf.
Nardil og Parnate eru alltaf ekkert nema jákvætt skoruð á rannsóknum og almennt hef ég bara heyrt jákvætt af notendum þessara lyfja. Þ.e.a.s. að þau eru að skila verulegum og merkjanlegum árangri. Ólíkt því að ég "haldi" að Effexorið "gæti" verið að virka.
Nardil og Parnate eru því miður háð takmörkunum á mataræði sökum blóðþrýstings aukaverkana. Langar samt að spyrja lækninn um þetta. Vil alls ekki Aurorix krappið sem er almennt í boði hér að mér sýnist á lyfjaskrá. Búinn að lesa nægilegar rannsóknarniðurstöður til að sjá að það er bara plainly ekki að virka.
En já þunglyndis væl búið að breytast í lyfjafyrirlestur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)