jesús almáttugur

Jahérna, 62 millur á mánuði. Ætti að geta haldið sér uppi með naumindum á því!

En í fullri alvöru hvernig getur þetta talist eðlilegt í einkafyrirtæki sem á að vera að skila hagnaði að kaupa einn mann fyrir slíkan pening þegar þú gætir ráðið her af fólki fyrir sama pening. Hann er með mánaðarlaun á við árslaunakostnað heils bankaútibús! Get lofað ykkur að sama útibú hefði örugglega getað skilað sama hagnaði og hann með sömu upplýsingarnar í hendinni.

Sorrý ég bara get ekki áttað mig á þessari tölu vegna þess að þetta er á einum mánuði, 62 miljónir. Hefði getað kyngt þessu ef þetta væru árslaunin hans en fjandinn hafi það. Ég get ekki samið almennilegt bloggútaf þessari tölu. Og þetta eru skattskyldar tekjur hans, ekki inní þessu fjármagnstekjur eða möguleg undanskot ef út í þá sálma er farið þó að ég sé ekki að kalla manninn skattsvindlara. Enda held ég að hann þurfi þess bara alls ekki. 

 

Það virðist sem að hér á landi sé kominn þessi stéttarskipting. Gróflega má skipta þessu í Fjármálastjórnendur og vinir Ríkistjórnarinnar, Millistjórnendur og vinir þeirra og restin þ.e.a.s. lýðurinn. 

Ætli maður þurfi ekki að fara kynnast millistjórnendunum sem fyrst?


mbl.is Með 62 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mest, Ræsir og hvað næst?

Jæja núna byrjar ballið, Fyrst ákvað Glitnir að hirða allt fémætt úr Mest svo þeir fengju sem mest af peningum úr gjaldþrotinu. Aðrir kröfuhafar og launafólk fær væntanlega lítið fyrir sinn snúð úr þessu. Skiljanlegt að bankinn geri þetta en fáránlega siðlaust. 

Og núna byrja bílasölurnar, Ræsir að fara í stopp að manni sýnist á þessari frétt. Þetta minnir mig á samtal sem ég átti við mann í vinnunni sá sagði að nú þyrfti hann að fara að hækka taxtann hjá sér á tímann vegna hækkandi kostnaðar við vinnu sína og rekstrarkostnaður væri kominn upp í þak hjá sér að þessu leyti. Var hann mest hræddur um að fólk myndi einfaldlega ekki getað borgað slíkar upphæðir og þannig væri hann kominn í vítahring, annað hvort hækkar hann taxtann, missir viðskiptavini og fer á hausinn eða gerir ekkert, heldur kúnnunum og fer á hausinn vegna rekstrarkostnaðar. 

 

Mér finnst merkilegt að ríkistjórnin sé ekkert að tala um þessi mál. ég skil að Sjallarnir Geir og Árni Matt. aðhyllast frjálslyndisstefnu í efnahagsmálum og að stjórna beri þeim með sem minnstum afskiptum en þetta er fáránlegt! Efnahagurinn getur ekki rétt sig af af sjálfsdáðum miðað við núverandi aðstæður án þess að skaða sig til langstíma. Verðbólga, atvinnuleysi og allt það neikvæða mun kosta samfélagið meira heldur en hvað sem þeir gera núna.

Þótt ótrúlegt sé þá er búið að sýna það að stjórnendur sem taka ákvarðanir "núna" gagnast samfélagi sínu og fyrirtækjum mun betur til langstíma heldur en þeir sem "bíða og sjá" og að fólki undir þeim farnast betur. Kannski að einhver veki athygli okkar "leiðtoga" á þessari rannsókn?(bleh finn ekki slóðina bæti henni inn seinna)

Ég sé ekki hvernig ríkisábyrgð hjálpar fjölskyldufólki í landinu, né hvernig breytingar á Íbúðasjóði geti bætt ástandið ef það stafar af "erlendum atburðum" eins og línan er í dag. Það er semsagt í lagi að bjarga bönkunum og fasteignabraskinu enda eiga bankarnir líklega eftir að eignast dálítið af eignum sem þeir þurfa að selja. En hins vegar þá virðist ríkið alls ekki tilbúið að létta á hinum almenna íbúa þessa lands vegna sama ástands. Tímabundnar niðufellingar gjalda eða skatta á nauðsynjum ekki til umræðu. Og ekki einu sinni reynt að tala niður óróa fólks. Veit um eitt dæmi um gjaldþrot þar sem innheimtanlegar skuldir voru afskrifaðar áður en reynt var 1. innheimta, og var það vegna trúar þess fyrirtækis og eiganda þess að þetta væri bara vonlaust dæmi...

Þannig að í stuttu máli þá virðist sem að lognið undan storminum sé búið og það sé byrjað að hvessa.


mbl.is Öllum sagt upp hjá Ræsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju er hann aftur að mótmæla?

Ég verð að viðurkenna það með fullri virðingu fyrir manninum að ég bara man ekki eftir því hverju hann er nákvæmlega að mótmæla.

Og með tilliti til mótmæla trukkara hér á landi þá vil ég benda á að þessi aðferð að standa þögull og rólegur tekur nokkur ár eða áratugi að vekja athygli og ennþá spurning um árangur...

Virk mótmæli þykja hallærisleg sérstaklega þegar þau bitna á fólki sem er í raun sammála mótmælendunum, róleg og passive virka ekki og undirskriftalistar enda í tætaranum...

Gott að búa á Íslandi ekki satt?


Whistling


mbl.is Rokkað til heiðurs Helga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þannig að takmörkin standast ekki

Þannig að takmörkin standast ekki stjórnarskrár ákvæðið um setningu og ákvarðanir um skatta?

Og tollararnir eiga ekkert að vera að krefjast kvittana og spyrja hvað hlutir hafi kostað. Né vera að banna manni að taka eins mikið áfengi í duty free eins og manni sýnist? Devil

OG ÆTLIÐI AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞETTA HAFI VERIÐ SVONA Í FLEIRI FLEIRI ÁR!!!!

 

Hefði þá tekið nokkra kassa af öli með mér í gegnum tollinn síðast.....


mbl.is Reglugerð um „tollinn" hefur ekki lagastoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaaa?

Maður fær það á tilfinninguna að himininn sé að falla og heimsendir í nánd þegar Björn Bjarna byrjar að tala um einhliða upptöku Evrunnar eða bara um Evrópumálin almennt.

Mér er spurn hvort að það sé einhver klofningur innan Sjallanna eða hvort að búið sé að ákveða endanlega hvenær Björn víki fyrir Bjarna Ben. úr dómsmálaráðuneytinu. Mér finnst hann orða þetta þannig að þetta sé nákvæmlega á skjön við það sem Geir Haarde hefur áður sagt, þ.e.a.s. að við yrðum bara bananalýðveldi í augum Evrópu með einhliða uptöku á  €vrunni. 

Meh... 


mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsla

Ég er það heppinn að eiga vini. Vini sem ekki allir vita af vandamáli mínu. Né hversu djúpstætt það er og aukaverkanir þess. Ég efast ekki um að ef ég myndi þora því þá myndi ég fá stuðning og hjálp frá þeim ef ég bæði um. Það versta er að mig dauðlangar í þennan stuðning og þessa hjálp!

Ég er að fara á límingunum síðastkastið vegna félagskvíðans vegna þess að mér finnst ég vera fastur í ástandi og sé að dragast sífellt aftur úr vegna þess. Dragast aftur úr? Jamm mér finnst allir aðrir vera að þróast, eldast og öðlast mun meiri reynslu en ég í að lifa lífinu. Og mér finnst þetta alltaf verða sýnilegra og sýnilegra.

Það sem er hins vegar verra en hræðslan við að spyrja vini mína, sumir mjög nánir, um hjálp er það að þessir vinir mínir muni akkúrat gera það sem þarf til og hjálpa mér á virkan hátt. Að ég þurfi loks að gera allt þetta sem ég óttast. 

Mótsagnarkennt ekki satt? 

Ég veit ekki hvað ég á að gera...og er ekki sáttur við það. Reyndar finnst mér það meira en ömurlegt. 


Djúpa Laugin

Var að velta fyrir mér ýmislegu, sumt er hæft fyrir blogg annað ekki. Eitt atriði er hvað ég ætla að gera á næstu árum, markmið? Þarf fyrst að átta mig á því hvað ég vil...sem er ekki neitt ákveðið nema að mig langar í virkara félagslíf....asnalegt markmið? Mögulega. En mér finnst ég vera nokkrum árum á eftir öllum. Þetta er svo asnaleg tilfinning að líta í kringum sig og sjá allt þetta fólk sem maður var með í skóla eða jafnaldrar manns og sjá fólk komið með börn, fjölskyldur og hjón sum þeirra. Jafnvel fólk sem er búið að skilja.

Ég? Fluttur aftur á Hótel Mömmu á meðan ég klára B.A. ekki alveg þar sem ég ætlaði að vera um hálfþrítugt.

En já djúpa laugin. Munið eftir þeim þáttum? "Dating" þættirnir sem ég hataði vegna þess hve væmnir og tilgerðarlegir þeir virtust?

Vildi að ég gæti séð þá núna. Þarf tips, kann ekkert í þessu. Og mér finnst ég vera svo eitthvað seinþroska eða vanþroska í þessu. Hef verið að lenda í því að þurfa að tala við stelpur eða bara gert það en finnst ég aldrei hafa neitt að segja og kann ekki eða get ekki viðhaldið samtalinu og fer þá út í fíflaskap með asnalega og barnalega stæla. Það er einhverskonar varnarháttur hjá mér. Leið til þess að breyta samtali eða aðstæðum úr mögulega einhverju "alvarlegu" (einhverju sem mun breyta áliti manneskjunnar á mér) og hliðra kvíðanum til...

Ég skil veikleika minn, ég veit hvernig á að taka á honum, ég get séð fram á bata, ég átta mig á kostum þess að ná mér. En ég get ekki framkvæmt hlutina þ.e.a.s. ég vil það og get það en geri það samt ekki.

Aðgerðarleysið er önnur hliðrun til þess að spara mér andlegan sársauka, heilinn passar upp á sína og minn er víraður þannig að hann lítur á þennan verk eða kvíða sem ógn og "verndar" mig.

Eðlilegt eða óeðlilegt?

Í fyrsta lagi, hverjum kemur þetta við? Þetta er hans/hennar einkamál væntanlega? Og ég á erfitt með að ímynda mér að nokkur ákveði að eignast barn í djóki?

Hvað varðar eðlilega þróun og röskun á sköpunarverki Guðs, Allah og allra hinna þá spyr ég á móti: Afhverju vorum við þá gerð fær um að geta framkvæmt þessa hluti?

Það er varla verið að meiða nokkurn í þessu tilviki, engin þvingun eða neitt í gangi og sæðið var útvegað löglega?

Kemur mér lítið við hvernig fólk eignast sín börn. Og kynlífshneigðir og -venjur annars fólks er ekki eitthvað sem ég pæli endilega mikið í.....opinberlega.

 

Þannig að þeir siðapostular sem virðast alltaf þurfa að öskra og predika heimsendi þegar eitthvað óvenjulegt og ókunnugt gerist geta farið að opinbera kyn sitt, kynlíf og barnauppeldi líkt og sumir virðast gefa í skyn að þurfi í þessu tilviki. 


mbl.is Karlmaður fæðir dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi merki öllsömul

Var um helgina á 10. Bekkjar reunion sem var nokkuð skemmtilegt og breyttist í bara nokkuð skemmtilegan Sjallaferð og það finnst mér til utantekninga að Sjallaferðir séu skemmtilegar. Vil þakka bara öllum sem ég hitti þetta kvöld fyrir dágóða skemmtun.

Ok plús helgarinnar búinn þá er það tuðið.

Allt þetta stúss með konur og karla og þennan "leik" sem fólk virðist standa í þegar það er að nálgast hvort annað í tilganginum sem lífið er sagt snúast um. Þ.e.a.s. fjölgun mannkynsins.

Sem félagsfælinn einstaklingur er þetta sem mér hefur aldrei fundist vera skiljanlegt eða að ég hafi nokkurn tímann getað lært. Það virðist fyrir mér sem að ég hafi misst af námskeiðinu "Stefnumót 101" eða álíka. Mér er sagt að ég hafi mögulega fengið vægt hint frá stúlku um helgina. Ég fattaði það ekki fyrr en á mándeginum......og verð að viðurkenna að það þykir mér mjög mjög MIÐUR. Ekki bara fyrir hvert þetta hefði getað leitt heldur að virðast vera blindur á þetta eða a.m.k mjög hægur að skilja það.

Hvernig á maður að bera sig að við að kynnast fólki almennt þegar maður virðist ófær um að þekkja eða meta einhver óskiljanlegar vísbendingar sem allir aðrir virðast hafa fengið skilning
á í vöggugjöf?!?!?!

Þess ber að geta að það var ekki feimnin í þetta skipti, áfengið stútaði henni. Þetta var reynsluleysi og einhver blinda sem ég veit ekki hvernig í andsk. ég á að bera mig að við að yfirvinna.

Það er ekki eins og ég sé að fá sénsa til þess að æfa mig. Og ég HATA þegar fólk segir mér að þetta sé einfalt, að ég bara segi: "Hæ hvað segir þú" eða eitthvað á þá leið. Þ.e.a.s þegar mér er bara sagt byrjunin og ekki hvernig ég á að vita hvernig mér gengur. Það er málið, ég veit ekki bara hvernig ég á að byrja, heldur líka hvernig ég á að halda áfram og hvernig ég met árangurinn.

Er kannski að ofgreina þetta allt saman en kommon ég er 26 ára aldrei verið í sambandi og algjörlega grænn greinilega á samskipti karla og kvenna...vantar að komast í hóp þar sem fólk kynnist eða eitthvað. Vantar að fara oftar út á lífið, vantar kunningjanet sem dregur mig í partý eða eitthvað. Allir jafnaldrar mínir og þar með langflestir vinir orðnir foreldrar og í samböndum eða hjónaböndum eða fluttir til RVK. Ekki illa meint samt þið öll :-)

Æi ég er að verða niðurdregin á að skrifa þetta. Bara kvartanir, hver vill lesa blogg með engu nema kvörtunum?

Hvernig verður þetta í vetur?

Hlakkar til að sjá hjólreiðamenn og göngugarpa auglýsa sína valkosti þá. Olía mun líklega hækka meira í verði vegna húsakyndingar erlendis. Ætli skautar og gönguskíði muni þá rokseljast og sleppt verður að ryðja og moka?

Ég er alveg sammála fólki að draga þarf úr mengun, olíunotkun og allt það en innan skynsemismarka þó. 

Það að ætlast til þess að hátt olíuverð nú muni draga úr mengun er álíka heimskulegt og þegar breskir umhverfissinnar slepptu minkum og refum úr samnefndum búum og skildu svo ekkert í því uppnámi sem þessi dýr ullu í fæðukeðjunni í lífríkinu.

Hækkandi olíuverð og það að íslenska ríkið sé að taka dágóðan bita af því kemur rannsóknum á vistvænni bílum, minnkun á akstri og þróun vistvænst eldsneytis lítið við enda stundum við lítið af þeim rannsóknum og engir bíla né vélaframleiðendur eru hér. Ríkið leggur þessa peninga í vegaframkvæmdir og gangnagerð sem ef eitthvað er hvetur til aukinnar neyslu á umræddu eldsneyti sem eykur hagnað ríkisins og eldsneytis innflytjenda.

Ef ríkið stæði fyrir átaki og myndi styrkja rannsóknir á t.d. vetnisnýtingu fyrir eitthvað sem kallaðist upphæð (hundruði milljóna) af þessum álögum á eldsneyti myndi mér finnast þetta til bóta. En núna er þetta hagnaður í Ríkissjóð.

Fólk segir að allt muni upp úr sjóða þegar þetta fer í 200 kr líterinn. En ég held að fólk sé bara orðið vant því að láta ríkið hugsa fyrir sig hér á landi. Þetta verður gleymt við næstu kosningar.

Ég held að ríkið þurfi að hugsa aðeins um rekstrakostnað heimila núna í "verðbólgukreppunni" okkar. Allt hefur hækkað og það er farið líta út fyrir að kjör fólks muni rétt ná að standa í stað launalega sé. Neyslan hefur verið mikil og ég held að það sé óþarfi að refsa fyrir hana það harkalega að fólk endi í gjaldþroti og á götunni. 

Ríkið þarf að huga að því að nauðsynjakostnaður sé viðráðanlegur ekki íþyngjandi eins og hann er að verða núna. Lækka þarf álögur á eldsneyti og matvörur í það minnsta tímabundið. 

Það eina sem ríkið virðist ætla að gera er að redda bönkunum út úr vandræðum sínum og koma af stað möguleikum til að fá lán til að kaupa hús eða íbúðir. Hlutir sem margt fólk hefur ekki alveg efst í huga sér núna, þegar það þarf að hafa áhyggjur af því hvort það tapi vinnunni eða geti almennt rekið heimili.

Vona að ríkisstjórnin sé ekki að bíða eftir því að einhver annar erlendis leysi þetta mál fyrir þau. En mér sýnist það vera núverandi stefna þeirra og ef svo er þá verður skaðinn skeður þegar þetta verður þeim ljóst eða þrjóskukast Geirs Haarde er búið.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband