27.5.2008 | 16:04
Stanford fangelsis tilraunin
Árið 1971 var gerð tilraun af manni er heitir Philip Zimbardo og hefur verið kölluð Stanford fangelsis tilraunin. Hún fólst í því að valinn var hópur sjálfboðaliða sem töldust vera það sem kallað er "andlega eðlilegir" semsagt bara normal fólk án alvarglega geðrænna kvilla akkúrat þá stundina.
S.s. tilraunin fór þannig fram að hópnum var skipt í tvennt, Fangar og Verðir. Útbúið var gervifangelsi og búningar og þess háttar. Vörðunum var sagt að þeir réðu og mættu gera nánast allt nema valda líkamlegum skaða eða tjóni.
Í stuttu máli þá fór öll tilraunin úr böndunum, fangaverðir gengu hart fram í því að aga og refsa föngum fyrir allt jafnvel mismæli og mistök í talningu. Jafnvel rannsakandinn sjálfur sökk verulega í þennan hlutverkaleik og sá ekki vandamálið fyrr en kærasta hans benti honum á það þegar hún fékk að sjá hvað gekk á.
Þessi tilraun er oft notuð í sálfræðinni til þess að sýna hvað gerist þegar fólk fær í hendurnar vald eða þegar það er gert hjálparlaust gagnvart valdbeitingu.
Ég tel að lögreglan á Íslandi þurfi að líta aðeins á sjálfa sig frá sjónarhóli valdalausra borgaranna og að átta sig á því að sá sem hefur valdið hefur ekki alltaf rétt fyrir sér.
P.S
Núverandi inntökuskilyrði fyrir nema í lögregluskólann eru fáránleg þ.e.a.s. að þessir krakkar þurfa bara að sýna fram á kunnáttu og líkamlega burði en andlega hliðin er algjörlega hunsuð. Engin furða að Lögreglumenn eu sumir sakaðir um að vera bara í þessu jobbi til að hafa vald.
Persónuleikapróf gætu hjálpað aðeins til við að grisja út þessir "fáu slæmu epli". Einni finnst mér lögreglan hér á landi vera dálítið hrædd við að refsa sínum eigin mönnum ekki vegna þess að þeim þykir of vænt um þá heldur vegna þess að ef þeir viðurkenni að mistök eða misbeiting geti átt sér stað þá missi allir lögreglumenn trúleika.
Finnst líka að lögreglan eigi alls ekki að vera að rannsaka svona mál sjálf og ekki heldur önnur lögreglu embætti. Það eru allt of mikil tengsl á milli manna í lögreglunni hér. Menn hafa unnið hér og þar og þekkjast. Það þarf algjörlega utanaðkomandi aðila sem er ekki með tengsl inn í lögregluna á þennan hátt.
![]() |
Lögregla fer yfir atvik í 10/11 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.5.2008 | 12:04
Í stuttu máli bíðum og sjáum til
Það virðist vera lausn Geirs á öllu þannig að við hverju bjóst fólk. Það er greinilegt að honum finnst þrengt að sér fyrst að hann er að tjá sig svona opinberlega um þetta, spurning hvort að það séu byrjaðar umræður meðal Sjálfstæðismanna hvort gallarnir séu virkilega svo slæmir.
Áhugavert að hann minnist á bjargráðin leynilegu sem ríkið er að vinna að en enginn má vita hver eru og ekki þykir ástæða til að beita eins og er. Spurning hvort hann telur að umbreyting Íbúðalánasjóðs teljist til þess að "gera eitthvað" vegna ástandsins. Geir minnir mig á krakka sem vill ekki borða grænmetið sitt. Allavega er sá tónn í honum, hann veit að þetta mun gerast einhvern tímann en hann ætlar að þrjóskast samt sem áður.
En já við skulum bíða og sjá til þangað til við neyðumst til að fara í ESB eins og við neyddumst undir Noregskonung.
Skárra að byrja allavega að byrja að semja meðan við höfum eitthvað til að semja um...
![]() |
Geir: Ég vil ekki ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 12:52
Hvaða lærdóm má draga af þessu...
jaaah frændur eru ekki endilega frændum verstir allavega. En svo er það málið með þennan gjaldmiðil okkar...
Flottir norsararnir að kalla þetta "neyðaraðstoð" og horfa svo á Geir og Davíð reyna sannfæra alla um hið andstæða. Sýnir kannski hvernig nágrannar okkar líta á ástandið hér á landi. Á meðan er okkur sagt að allt sé í lagi og verið sé að vinna í hlutunum og sú vinna gangi vel. Minnir óneitanlega á Búrma ekki satt?
![]() |
Gengi krónunnar styrkist mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 09:47
Mái herðir sultarólina.
![]() |
Stórlaxar Glitnis hætta við laxveiðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 09:31
Eru allir Evrópubúar dauðvona?
Það hlýtur að vera miðað við þessar dómsdagsspár sem koma fram alltaf þegar talað er um að minnka höft á matvæla innflutningi.
Alltaf öskrað að hingað muni koma sýkt annars flokks vara sem allir munu veikjast af og veslast upp í veiru og bakteríu smiti.
Maður er barasta hissa á því að það skuli einhver vera eftir á meginlandi Evrópu.
![]() |
Vill að frumvarpið verði fellt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 09:22
Afhverju megum við ekki verja okkur?
Mér er í raun sama hvaða verkefni við tökum að okkur innan NATO og skil það vel að fólk vilji ekki her. En afhverju má það fólk sem við sendum ekki bera vopn á átakasvæðum sem það er að vinna á sér til varnar? Ef við erum á annað borð að taka þátt í verkefnum NATO þá munum við stundum vera með fólk á hættusvæðum og mér finnst þá mikilvægt að það fólk megi verja sig ef til þess kemur.
Skil ekki hverjar þessar hernaðarlegu forsendur eiga að vera þar sem að við erum ekki með her. Eins og ég skil hernað þá þurfum við að vera að leita eftir átökum eða að vera að verja hertekið svæði með vopnavaldi. Ef við erum að taka þátt í rekstri flugvallar eins og í Kabúl þar sem skotárásir og sprengjur eru daglegt brauð þá finnst mér það minnsta sem hægt er að gera er að tryggja það að fólkið geti varið sig í sjálfsvörn.
Loftrýmiseftirlitið er dulítið mikilvægt fyrir NATO og þar sem að við erum nú í NATO þá þurfum við nú að leggja eitthvað til málanna og ég tel að hér sé eins lítið hernaðarlegt hlutverk eins og hægt er að fá í varnabandalagi. Að fylgjast með ferðum flugvéla...
Jamm það eru nokkrir Sjallar fúlir yfir að Dómsmálaráðuneytið fékk ekki varnamálastofnunina. Björn Bjarna reyndi sem hann gat en Ingibjörg bara sagði nei.
![]() |
Ísland velji ekki hernaðarverkefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 08:50
Að leiðrétta gömul mistök
McCain virðist vera svo ákveðinn í því að vinna þetta stríð og sjá til þess að það fari ekki sömu leið og Víetnam stríðið að maður spyr sig hvort að það sé að hafa áhrif á dómgreind hans? Vissulega er það rétt að með tíma, herafla og peningum er hægt að friða Írak en með hvaða ávinningi? Þetta land er í borgarastyrjöld og nágrannar þess hafa meiri áhrif innan þess heldur en ríkisstjórnin, BNA er bara að lenda á milli stríðandi fylkinga og áorka litlu.
Það er skítt að þurfa að upplifa svona átök og niðurlægingu tvisvar á ævinni og ég held að John McCain þurfi að byrja á því að sætta sig við það.
Það sem rétt væri í stöðunni er það að skipta Írak upp og koma á fót friðargæslu á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Hvert þjóðarbrot með sinn hluta af Írak. Sjítar, Súnni og Kúrdar, og fá þessari gæslu mismunandi löndum.
5 ár til viðbótar af þessari hringavitleysu sem núna viðhefst þarna gengur ekki.
![]() |
Segir mögulegt að sigra í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 12:19
Oh þessi taugaveiklun
Þetta er alltaf svolítið taugaveiklað að vera að reyna að finna bresti á milli ríkisstjórnarflokkanna. Og ennþá fyndnara að fólkið svarar þessum aðfinnslum ennþá taugaveiklaðara. Þetta er hætt að vera fréttnæmt að mér finnst og ber vott um hvað fjölmiðlar eru farnir í kjölfarið á ,,Reykjarvíkur twisternum" að bókstaflega að reyna að koma af stað svona atburðarrásum. Þeir ætla a.m.k. ekki að vera síðastir að frétta af því.
En allavega þá finnst mér verst hvað Samfó er byrjuð að tileinka sér stæla Sjallann, t.d. fullyrðingar Ingibjargar um að ,,Kjörtímabilið er 4 ár" sem er vissulega rétt en þýðir það að maður getur ekki átt von á neinum aðgerðum fyrr en þá rétt fyrir næstu kosningar? Kannski að kjörtímabilið ætti þá að vera bara 2 ár eða jafnvel 1 ár.
Þetta er svo sannarlega orðin "Bíðum og sjáum til ríkisstjórnin" versta er að ég kaus annan flokkinn í henni...
![]() |
Mjög ánægður með stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 10:11
Þvílíkt bull
ohh enn eitt bæjarfélagið ákveður að vera með fáránleg aldurstakmarkanir. Og segið mér ekki að 22 ára fólk sé ekki fullorðið. Skv. okkar samfélagi er fólk orðið fullorðið (en ungt) við 18 ára aldur.
Þetta er ennþá heimskulegra í ljósi þess að ég kannast við fólk sem varð foreldrar eða stofnaði sína fjölskyldu um eða undir 20 ára aldri.
Þetta eru heimskulegar reglur sem bæjarstjórn heimabæjar míns fann upp. ,,Akureyraleið" bleh þetta er vitlaus leið sem fælir fólk frá. Ofneysla áfengis og læti geta líka fylgt fólki yfir 23 ára aldri því miður. Kannast við það líka.
Æi ég þoli bara ekki hömlur af þessu tagi sem að auki eru ekki gáfulegar né að skila tilætluðum árangri. Þetta er léleg lausn á vandamáli sem hægt væri að leysa með meiri gæslu (peningar).
Plús það að ,,Írskir dagar" svona hljóma strax eins og hátíð þar sem ætlast er til að fólk drekki og drekki og drekki og njóti írskrar menningar sem ef að ég man rétt einkennist dulítið af drykkju vegna sögulegra ástæðna sem ég nenni ekki að fara út í hér.
![]() |
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2008 | 21:49
Spurning um sjálfstraust?
Mér finnst þetta áhugavert sérstaklega þar sem að oftast er talað um að drekka í sig kjarkinn. Mér finnst að það sé það líklegasta sem liggur að baki þessarar neyslu. Fyndið að sjá að það eru karlmenn sem þurfa mest á þessu að halda og það er mögulegt að það stafi af þeirri hefðbundnu staðalímynd að karlmenn eigi að taka fyrsta skrefið í samskiptum kynjanna. Konur geti átt meira von á því að karlmenn nálgist þær heldur en að þær séu að eltast við karla.
Það sem er ískyggilegast við þetta er það að svona stórt hlutfall karla skuli finna til þessarar þarfar. Sem bendir til þess að þessi staðalímynd sé búin til en ekki af náttúrulegum uppruna. Það útskýrir ekki samt það hlutfall kvenna sem telur sig þurfa þetta ,,hjálpartæki" og ég er einmitt með aukahluti að neðan sem gera mig óhæfan til að dæma um það....kannski að þær þurfi hjálp við að þola alla fullu karlanna sem eru að reyna við þær?
Guð veit að ég drekk bara til þess að geta ,,skemmt" mér í ,,skemmtanalífinu"...
![]() |
Drekka til að komast á séns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)