Færsluflokkur: Bloggar
22.1.2009 | 18:45
Ok hvað er þetta fólk ekki að skilja?
Þeim er ekki lengur sætt. Það þarf að koma tilkynning í dag eða seinasta leyti á morgun. Tilkynning um þingrof, kosningar eftir 45 daga. Eða helst tilkynning um utanþingsstjórn og stjórnlagaþing.
Annars er ég skíthræddur um að þessi helgi sem nú nálgast muni setja undanfarna daga í neðanmálsgrein í sögubókunum.
Það er nú þegar stjórnarkreppa. Samfylkingarfólk vill ekkert lengur með Sjálfstæðisflokkinn hafa. Og Sjallarnir bíða eftir sínum landsfundi til þess að geta tekið ákvarðanir um hvernig þeir geti haldið völdum. Það er það eina sem skiptir þá máli, völd. Hvernig heldur fólk að svona ríkisstjórn sé starfhæf?
Ingibjörg vill kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 01:14
Var þetta nauðsynlegt?
Afhverju gerði lögreglan þetta? Var einhver ástæða til þessa eða voru þeir bara að æsa fólkið upp eða?
Persónulega skil ég fólkið að það grýti lögregluna ef að þetta var gert að ástæðulausu, enda bregst maður þannig við þegar á mann er ráðist.
Hins vegar finnst mér það sorglegt að þetta skuli hafa verið látið þróast út í það að lögreglan sé grýtt....
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.1.2009 | 23:42
Sammála honum en vil hann ekki aftur á þing.
Og ég kemst að þeirri niðurstöðu með því tilliti hvernig hann var nú kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar. Sem var reyndar rosalega kómískt en jafnframt voðalega gamaldags misnotkun á kerfinu sem umlék kjör í þetta embætti.
Svo held ég að allir sem hafi setið þarna á Alþingi eigi ekki erindi aftur inn nema með algjörlega nýju kosningar fyrirkomulagi.
Eigum ekki að óttast þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 23:36
pffft, Sjálfstæðismaður í Samfylkingargervi
Lúðvík Bergvins hefur alla tíð verið sá Samfylkingarmaður sem ég hef hvað haft síst mætur á, og sér í lagi eftir að hann kom fram í sjónvarpi og enginn skildi hvurn fjárann maðurinn var að tala um.
Hann hugsar sér örugglega til framdráttar núna þegar líklegt er að stefni í formannskjör og kosningar.
Einhvern veginn lekur af honum svipað og Guðlaugi Heilbrigðisböðli að mér finnst. Þetta eru svipaðir karakterar sem hafa hag af því að einkavæða, einkavæða og vinavæða.
Mér bara finnst lykta af honum....
Okkur er treystandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 22:07
Ok, er þetta að ganga ekki of hart að fólki í fjárhagserfiðleikum?
Minnir það að yfirvöld hafi eitthvað verið að tala um það að gefa fólki aðeins meira rými ef það ætti í fjárhagserfiðleikum...væri áhugavert að vita hverjir eru að fara fram á fjárnám í meirihluta tilvika, ríki og sveitarfélög eða einkaaðilar.
Þetta er allavega frekar mikið hærri tala en maður átti von á úr Árnessýslu. Á suðurlandi búa skv. Hagstofunni 24.176 manns, þannig að þetta er 1,5% af íbúum sýslunnar. Sem óneitanlega er ekkert mikill mannfjöldi fyrr enn að maður pælir í því að þetta væru 3000 manns ef að þessi aðgerð væri gerð á höfuðborgarsvæðinu...
Og þetta eru bara aðilar sem hafa lent í þessu fyrir og rétt eftir hrunið...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 01:14
vá, gott að Geir er búinn að fá að vita það...
Það er mikilvægt að elítan sé með svona hluti á hreinu. Sérstaklega þegar það gæti bitnað á þeim aldrei þessu vant. Ekki það að þau lifi þetta ekki af heldur kannski græða þau ekki eins mikið og þau ætluðust til...
Eitt sem mér gremst alveg ótrúlega er þetta komment hans um að það sé gremjulegt að ríkið hafi ekki gripið inní þetta...og hver má ég spyrja ber ábyrgð á því? Eða má ennþá ekki persónugera vandann? Erum við ennþá í neyðarbjörgunarstörfum? það sést þá allavega lítið í þau störf þó að fólk öskri úr sér lungun eftir hjálp.
Annað er þetta að benda út fyrir landssteinana á alla aðra, holskefla frá Bandaríkjunum, ESB-reglurnar áttu að vera betri og bla bla bla bla... Skil ég þetta þá rétt? Er Geir bara húsvörður hér eða smákóngur sem fær allar sínar skipanir erlendis frá á faxtæki frá Brussel nú þegar? Er þá ekki bara formsatriði að við göngum inn í ESB? Sýnist á öllu að maðurinn sé að gefa það sterklega í skyn, fyrst að hann vill meina að það sé sök reglna ESB að bankarnir urðu svona stórir og alþjóðlegir.
Ótrúlegt hvað það er teygt á sannleikanum til þess að fría sig sök. Þið sváfuð á verðinum og þegar fyrstu merkin komu fram sópuðu þið vandanum bara undir teppið og vonuðust eftir því að þetta hyrfi bara. Og núna, þegar allt er farið fjandans til þá eruð þið engu nær eftir 4 mánuði af því að "sjá til" hvað það er sem þarf að gera. Ætli þið vitið nokkuð hver raunveruleg staða landsins er önnur en að hún er slæm?
Atvinnupólitíkusar, liggur við að maður hræki um leið og maður segi þetta orð, stétt sem á sér engan tilverurétt. Fólk sem lifir af því að taka þykjustu ákvarðanir sem hagnast bara þeim sjálfum ásamt vinum og ættingjum.
Geir: Árið verður mjög erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 22:19
Blaðamannafundur?
Skv. þessu hér er Skúli líka búinn að boða til blaðamannafundar á morgun
Ætli eitthvað sé að gerast í þeim málum sem hann skrifar um?
Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 06:54
Ef þú ert alltaf að brenna...
...þá segir það sig sjálft að kerfið er undir meira og stöðugu álagi. Það þarf ekkert efni í þessu að valda hjartakvillum Hydroxycut til varnar en notkun efnisins, sérstaklega í óhófi, getur einfaldlega slitið út hjartavöðvanum.
En ég efast nú samt að efnið sé að valda eitt og sér hjartakvillum, enda er margt annað einkennandi fyrir þá sem nota þetta efni. Svo sem einfaldlega of mikil æfing, fólk virðist halda að það geti þolað það til lengdar að fara í ræktina daglega eða jafnvel 2 á dag. Líkaminn einfaldlega ákveður í mörgum tilvikum að stoppa þetta af. Svo eru það öll hin fæðubótaefnin sem eru tekin yfirleitt í bland, hversu gáfulegt það er að blanda þeim saman virðist fólk ekkert hugsa út í.
Það virðist sem að við getum ekkert gert í hófi, annaðhvort erum við að borða eins og svín og liggjum í leti. Eða við erum að keyra líkamann langt yfir þolmörk hans og lifum á fæðubótaefnum sem hafa tilheyrandi aukaverkanir.
Getum við ekki farið einhvern milliveg?
Hydroxycut keyrir kerfið upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2009 | 21:41
Afhverju er allt öfugt hér?
Ok, þetta er mín pæling afhverju er allt hér á landi nánast algerlega öfugt miðað við önnur lönd?
- Heimsverð á eldsneyti hefur HRUNI, hér á landi hækkar það.
- Allstaðar eru Seðlabankar að lækka stýrivexti niður úr öllu vald, hér á landi er þeim haldið háum.
- Hér á landi fóru allir stærstu bankarnir á hausinn og bankakerfið á hausinn, en annarsstaðar hafa seðlabankar getað bjargað þeim sem þeir vilja.
Verð á eldsneyti hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2009 | 18:36
Og núna verður Ingibjörg ekki í framboði í næstu kosningum
Eða ég býst fastlega við því í ljósi þess að hún var að sýna fram á að hún er einmitt að stunda bakherbergjapólitíkina sem hún sagði að yrði að hætta að stunda. Það getur vel verið að hún hafi verið að vara Sigurbjörgu við einhverju sem myndi gerast af annarra völdum en að hún sem annar af valdamestu pólitíkusum landsins taki þátt í svona sandkassaleik er ófyrirgefanlegt. Ef að kosið væri um fólk en ekki framboðslista þá myndi þessi kona ekki ná kjöri í næstu kosningum, engann veginn.
Ég er harður á því að ISG verði að átta sig á því að svona pólitík líðst alls ekki lengur. Vinakerfið og samtrygging pólitíkusa er að líða undir lok.
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)