Færsluflokkur: Bloggar
8.1.2009 | 12:18
Menntun er mikilvæg
Ók sjálfur í skólann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 00:33
Bönnum þessa flokka
Hér er gott dæmi um það að flokkstrú (stofnanatrú) er að hafa áhrif á persónulegt mat fólks á raunveruleikanum. Ég efast um að margir sem eru á móti ESB hafi raunverulega kynnt sér það lengra en þann misskilning að við afsölum sjálfstæði okkar.
Jamm ég er alveg kominn á þá skoðun að þessi flokkapólitík á sér engan tilverurétt. Þetta er ekkert nema uppeldisstofnun fyrir ákveðna elítu sem telur sig svo vera valdastétt Íslands. Hver ætlar að segja mér að það sé eitthvað öðruvísi að hafa þetta kerfi og að vera með einhverskonar lávarða?
Nú þegar erum við farin að sjá 3-4 kynslóðar pólitíkusa! Fólk sem hefur getað gengið að Alþingissæti eða ríkisembætti vísu vegna þess eins að foreldrar þess voru "góðir flokksmenn". Svo skilur enginn í því af hverju allt er að fara til fjandans hér á landi? Það er ekki eins og að við séum að setja hæfasta og besta fólkið okkar í stjórnunarstöður. Nei, við setjum þá sem hafa rétt flokksskírteini og rétt faðerni. Til dæmis er það alræmda dæmi um son foringjans.
Hvernig gátum við leyft þessu að gerast? Kannski voru þeir fyrstu nokkuð góðir en síðari kynslóðirnar hafa nú aðeins brugðist held ég... En ekkert er hægt að gera vegna þess að þeir sem bera ábyrgð sitja áfram og skilja ekki að þeir eiga ekki þessa stóla sína. Og þeir skilja alls ekki þá hugmynd að þegar að allt klúðrast sem þú hefur verið að vinna við þá átt þú að segja af þér. Vegna þess að þú áttir að sjá til þess að ekkert þessu líkt myndi gerast. Þetta þarf ekki að vera þér að kenna en þú áttir að hindra þetta eða minnka áhrifin sem mest. Ég held að slíkt hafi nú ekki náðst í bankahruninu hérna.
Versta málið er að þessir aðilar eru búnir að hanna kerfið hér á landi undir sig. Nýjir flokkar komast aldrei að vegna þess að núverandi flokkar eru nánast ríkisreknir og kæfa niður allra nýbreytni í fæðingu. Þau fáu framboð sem hafa lifað af hafa ávallt komið úr röðum óánægðra pólitíkusa.
Hér á landi þarf líka að hætta með þessa framboðslista. Þú þarft að kjósa heilan helling af fólki sem þér er kannski illa við og hefur enga trú á til þess að koma þínum kandídat að, útstrikanir eru bara til málamynda. Og auðvitað flýtur fullt af fólki með inn sem hefur í raun engan stuðning á bakvið sig. Fólk sem ekkert erindi á því inn.
Það þarf að búa til einstaklingskjördæmi hér á landi. Kjördæmi sem eru með 5000 íbúa hvert. Lítil kjördæmi sem gera hvern einasta þingmann mun persónulega nánari sínu kjördæmi. Kjördæmi sem myndu tryggja það að þingmaður þarf að bera mjög persónulega ábyrgð á sínu kjördæmi gagnvart fólki sem hann nánast þekkir hvert og eitt með nafni. Ímyndið ykkur að þingmenn ættu það á hættu að missa þingsæti sitt í hverjum einustu kosningum? Það myndi kannski sparka í rassgatið á þeim að koma sínum málefnum fyrir sig og sitt kjördæmi á framfæri.
Svo þarf að setja takmörk á lengd þingsetu. Það eru þingmenn og ráðherrar á Alþingi sem hafa verið þar álíka lengi og ég hef lifað. Þinghefð er góð og gild og allt það en næstum 3 áratugir með sama settið er bara komið út í stöðnun og ekkert annað. Það þarf miklu meiri endurnýjun í hverjum kosningum. 8-10 þing ætti að vera ágætt sem ferill í þingmennsku.
Þingmennska á ekki að vera ævistarf nokkurns. Punktur. Fólk á ekki að vera partur af einhverri valdastétt sem með tímanum telur sig vera fædda til þess að stjórna. Fólk þarf að vera í jarðbundnum tengslum við þarfir og líðan fólksins í landinu. Þess vegna er þetta upphaflega hugsað líka sem aukavinna. Þingmennska var aldrei ætluð sem ævistarf. Bændur mættu á þing á meðan lítið var að gera hér áður fyrr.
Auðvitað er sérhæfing góð og gild og minni hagsmuna árekstrar en díses kræst að vera með þingmenn sem hafa setið í 15-30 ár er bara geðveiki. Fólk er ekkert að flýta sér að koma málum í framkvæmd þegar það getur gengið að því vísu að hafa á annan áratug til þess sko!
Taugastríð Geirs og Ingibjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2008 | 18:23
Hverjir eru þá fulltrúar þjóðarinnar Ingibjörg?
Það er makalaust hvað hún Inga Solla er eitthvað efins um að fólk sé fulltrúar þjóðarinnar. Það er spurning hvort að hún telji sjálfa sig og félaga sína í ríkisstjórninni fulltrúa þjóðarinnar. Það væri nú reyndar alveg eftir henni. Og ég efast um að ég þurfi að segja hversu rangt og vitlaust það væri hjá henni, því að ef þau eru fulltrúar þjóðarinnar þarna í stjórninni þá skil ég ekkert í þessum vandræðum okkar, allir með milljón á mánuði og ýmsa aðra bittlinga til að halda manni upp og svo auðvitað forgangs þjónusta í bönkum og öðrum viðskiptum.
Onei þið öll á Alþingi eruð ekki fulltrúar þjóðarinnar. Þið eruð fulltrúar einnar stéttar sem er atvinnupólitíkusinn. Og á meðan svo er þá getið þið ALDREI verið réttlátir fulltrúar allrar þjóðarinnar. Þetta er stétt sem á ekki að vera til. Alþingi er EKKI ætlað sem ævistarf fólks. Það á enginn að geta gengið að sínu þingsæti sem vísu frá kosningum til kosninga.
Það þarf að skipta landinu upp í kjördæmi þarf sem fólk er í framboði hvert á móti hverju. Kjördæmum þar sem 5000 manns eru. Verða auðvitað misstór en fjöldi kjósenda alltaf sá sami. Sú fyrirhögun er mjög farsæl sbr. fulltrúaþing Bandaríkjana. Þingmenn yrðu þannig ábyrgir gagnvart ákveðnu kjördæmi og kæmust ekki upp með að hunsa kjósendur ef að þeir hyggðu á endurkjör. Þetta myndi þannig veikja það flokksræði sem hér tíðkast. Þar sem að vilji flokksins er mikilvægari en samviska og trú þingmanns og það þvert á stjórnarskránna.
Einnig þarf að setja hámarks árafjölda á þingsetu. Það gengur ekki að vera með sama fólkið á þingi í háttnær 2-3 áratugi. Fólk sem var kannski með áratugsgamlar hugmyndir þegar það kemst á þing. Og er svo þarna í fleiri áraraðir að koma mjög úreltum hugmyndum sínum í framkvæmd í rólegheitum. Það þarf meiri pressu á að fólk sjái fram á að þurfa að koma hugmyndum í takt við tímann í framkvæmd á innan við 4 árum. Og að fólk sjái þannig fram á að þurfa að bera ábyrgð á loforðum sínum við ákveðinn hóp kjósenda.
Núverandi kerfi er hannað af núverandi flokkum fyrir sig og bara sig. Algjörlega nýir flokkar sem myndaði eru af fólki sem ekki hefur setið á þingi og ekki klofið sig úr öðrum þingflokki er þannig nánast meinað í öllu nema orði að komast á sama plan og aðrir flokkar varðandi fjármál. Íslenska ríkið á EKKI á NEINN hátt að styðja þessa flokka. Slíkur stuðningur er eingöngu ríkisstyrkur til þess að starfrækja uppeldisstöð fyrir atvinnupólitíkusa. Fólk sem enga reynslu hefur af daglegu lífi á Íslandi í dag. Fólk sem varla þarf að skeina sér og skilur svo ekkert í því þegar kjósendur vilja það burt vegna illa unnina starfa.
Við viljum kjósa fólk, persónur og hugmyndir þeirra, í stað þess að sitja uppi með flokka og hugsjónir sem eru hannaðar af formönnum flokkanna.
Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.12.2008 | 21:40
Þeir sem geta staðið undir þessu
eru líklega þeir sem ekki þurfa að nýta sér þessar heilbrigðisþjónustur reglulega eða oft. Það er ótrúlegt en satt Geir minn að þeir sem þurfa að eyða mestu í þessa gjaldtöku eru líka ótrúlegt en satt þeir sem síst mega við því. Það er ótrúlegt sko Geir að fólk sem er að lenda á sjúkrahúsum og ói veikindum eru líka þeir sem oftast eru í lægstu launaflokkunum...ótrúlegt en satt.
Standa undir gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2008 | 17:43
Vá, allt er nú reynt þessa daganna
Maður er alveg hættur að skilja hvaða mótþrói þetta er hjá sumum um að bara að fara í viðræður við ESB. Við hvað eru menn hræddir? Að samningarnir yrðu okkur bara hagstæðir? Að núna yrðu menn að fara taka mark á ábendingum ESB um óeðlilega viðskiptahætti og stjórnmálaafskipti af sumum málefnm hér á landi?
Að núna sé einhver að horfa yfir öxlina á þeim á meðan þeir standa í hagsmunapólitík fyrir sig og sína vini?
Ég er núna farinn að miða að hlutirnir séu jákvæðir ef að einstaka sjálfstæðismenn segja að þá beri að "íhuga" vel og er Ármann Kr. Ólafsson kominn í þann hóp.
Segir forystu ekki hafa umboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 02:42
Tillaga!
Ég legg til að Alþingismenn, ráðherrar og bara allt settið verði látið aðstoða þetta starf í einn dag. Að þetta fólki komi sér þannig í skilning að fólk er ekki bara tölur á blaði! Að ákvarðanirnar sem þau tóku og munu taka geti valdið raunverulegum og hræðilegum skaða. Að fólk sé að byrja að glata getunni til þess að verða sér og sínum um grunnþarfir svo sem mat.
Það á ekki að vera bara dans á rósum og letilíf að vera á þingi eða sitja á ráðherrstól. Þessir launaáskrifendur þarna á þingi eru búnir sitja aðgerðarlausir allt of lengi. Þeir setja það að borga niður skuldir ríkissjóðs umfram allt annað og þar með talið velferð þeirra sem ríkið á að þjóna.
Auðvitað átti að boða til kosninga strax eftir að bankarnir hrundu, það gat varla orðið meiri skaði eftir það. Núna er fólk farið að kvarta og kveina og dauð sér eftir því að þetta var ekki gert. Hef heyrt marga tala um þetta að "póltíska kreppa" Geirs sé núna hvort eð er orðin að veruleika, fólk er að reyna að koma sér áfram innan flokks síns og það á kostnað þess að meðhöndla kreppuna.
Hefðum betur drifið þetta bara af strax og hafið upbygginguna með aðeins minni spillingu og yfirklóri.
Fólk grætur fyrir framan okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 21:23
Þvílík ótrúleg kaldhæðni örlaganna...
Manni bara hálfgrunar ennþá að þetta hljóti að vera sviðsett! Þetta er nefnilega það kaldhæðið.
Að ritstjóri sem birti leiðara undir titlinum "Við brugðumst ykkur" og fjallar þar um að fjölmiðlar hafi ekki tekið nægilega hart á stjórnmálamönnum og viðskiptamönnum og að nú verði annað uppi á teningnum. Að þessi maður sem hefur látið birta greinar um spillingu, siðleysi ráðamann og fleira í þeim dúr, skuli nú verða uppvís að því að hafa verið kúgaður af þessum öflum sem hann ætlaði sér gegn og það sem meira er að hafa látið eftir þessum spilltu mönnum. Það er alveg ótrúlegt hvað hann stendur eitthvað við orð sín. Datt honum kannski ekki í hug að koma þá þegar fram og að greina frá þessu? Eða að biðja sama fréttamanninn að skoða málið nánar vegna þess að þarna væri greinilega eitthvað fréttnæmt á ferð?
Reynir fékk sitt tækifæri til þess að nefna nöfn og stíga niður á virðingarfullan hátt úr stóli. En í stað þess sýnir hann sömu valdagræðgi og spillingu sem hann hefur verið að láta benda á að þrífist meðal valdaaflanna hér á landi. Í stað þess að stíga upp og mótmæla óeðlilegum afskiptum af blaðinu þá sest hann á sama bekk og hinir spillingarsinnarnir og fellur það vel í raðir þeirra að nær ógerlegt er að greina á milli.
Þetta er alveg sorglega kaldhæðið og um leið slæmt því að hingað til hefur maður talið DV í hópi hinna meira ósvífnu og harðari fjölmiðla sem er aðallega að reyna að "skúbba"og það um leið að koma höggi á valdamenn hér á landi sama hverjir þeir kunni að vera. Núna með núverandi ritstjóra er maður ekki eins tilbúinn að trúa því markmiði blaðsins að það sé óháður fjölmiðill.
Leggið nú þetta atvik saman við bankahrunið, hverjir þurfa að stíga niður til þess að byggja upp trúnað til þess að það dæmi allt saman öðlist trúnað á ný?
Reynir biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2008 | 18:46
Vá hvað hann verður hissa.
Já hann verður sko hissa þegar hann þarf í sérframboð vegna þess að enginn innan stjórnar Sjálfstæðisflokksins vill hann í formanninn. Og hann neyðist í sérframboð sem að sjálfsögðu klýfur flokkinn og hann verður ennþá hissa þegar hann fær einungis 5-10% atkvæða. Kemst kannski inn á þing en verður bara gaurinn sem situr alltaf út í horni og nöldrar.
Neih ég held að það sé lítill áhuga meðal fólks að fá hann aftur. Og það er skiljanlegt, maðurinn stjórnaði með harðri hendi og notaði hótanir og jafnvel kúgun til að fá sínu fram. Það eru margir sem eru seinir að gleyma líkt og Davíð sjálfur.
Það er grátlegt vegna þess að ef hann hefði haft vit á því að hætta alveg ríkisafskiptum og sest í helgan stein að skrifa bækur þá yrði hans minnst sem mesta pólitíkusar Íslands fyrr og síðar.
Núna verður hans minnst sem rudda og frekjudólgs.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 17:06
Hvað er í gangi hjá þeim?
Það er allt í lagi að mótmæla á meðan þau eru ekki óþægileg eða hávær?!?!
Hverju heldur Árni að sé verið að mótmæla?
Það er eitthvað fáránlegt í gangi fyrst kemur Ingibjörg og segir í andlitið á fólki að það sé ekki þjóðin, svo kemur Geir og segir að hann telji sig ekki bera neina persónulega ábyrgð og núna Árni að biðja fólk um að hafa ekki hátt?!?!?!
Hroki? Eru þeir aktíft að reyna að minnka fylgið hjá sér? Æi þetta er orðið farsi aldarinnar sem er bara rétt að byrja...
Engin furða að flestir jafnaldrar mínir eru að fara eða farnir af landi brott.
Þarf að stilla mótmælum í hóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2008 | 18:31
Jæja Ingibjörg...
Ánægð núna? búin að láta sárveikan ránfuglinn draga þig niður í svaðið. Og meira að segja án þess að fá nokkuð fyrir þinn snúð annað en skammir.
Held að ég sé að fara í hóp þeirra sem muni sitja heima eða skila auðu...
Ykkur á Alþingi er ekki viðbjargandi...
VG stærsti flokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)