Færsluflokkur: Bloggar

Ha?

Afsakið mig en þegar maður er búinn að vera í ríkisstjórn samfleytt í einn og hálfan áratug og hefur þegar eignað sér það að hafa "frelsað" íslenskan efnahag frá höftum og ríkisstjórnun, hvernig er maður ekki persónulega ábyrgur?

Það getur vel verið að hann sé ekkert búinn að gera saknæmt og sé ekki lagalega ábyrgur. En í alvöru talað maðurinn er einn af arkitektum þess frelsis og eftirlitsleysis sem átti sér stað hér á landi með fjármálum fyrirtækja. Hann er einn af þeim aðilum sem einkavæddu bankanna. Hann er einn af þeim sem settu krónuna á flot.

Og hann var ekki í bara "einn af þeim" heldur var hann ávallt fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Maðurinn sem sá um fjármál og efnahag þjóðarinnar! Hvernig er hann ekki persónulega, pólitíska og siðferðislega ábyrgð?


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það eru til nægar eignir" sögðu þeir...

Já bankastjórarnir voru kokhraustir og digrir með sig. Nægar eignir til að covera þessi innlán pfft, ekkert mál.

Hvað fleira ætli standist ekki frekari skoðun af því sem þeir hafa sagt?

Og á ríkið ekki skaðabótakröfu um þessa 160 milljarða á hendur aðaleigenda eða stjórnenda bankans? Varla ætla þau að láta menn komast upp með að vísa bara á ríkissjóð þegar illa fer?


mbl.is Eignir Landsbanka duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég lifi fyrir hættu!

Helvítis kjaftæði að þetta sé hættuspil. Þetta er ekkert nema ímynduð hætta. Að það sé einhver hætta fólgin í því að kjósa núna til Alþingis?

Með allri virðingu fyrir ráðherrum þá held ég nú að ráðuneytin þeirra geti alveg starfað ágætlega án þeirra. Og held að hjá flestum þeirra sé það nú raunin að nú þegar þá séu ráðherrar ekki neitt nema fígúrur sem taka ákvarðanir byggða mjög mikið á meðmælum ráðuneytisstjóranna og sérfræðinga ráðuneytisins...

Alþingi virðist líka lítið annað gera en að afgreiða fyrirfram ákveðin mál.

Og að þessi barnaskapur um að kosningabaráttan myndi trufla fólk, eruð þið að grínast í mér að fólk geti ekki komið sér saman um að halda lágværa kosningabaráttu miðað við þær sérstöku aðstæður sem eru nú?

Ég held líka að meirihluti fólks muni ekki kjósa eftir kosningaloforðum og gylliboðum eins og vanalega. Nema þá um ESB með eða á móti.

Ég held að Sjálfstæðið og Samfó séu hrædd vegna þess að þau geta ekkert auglýst hvað mun taka við hjá ríkinu. Nema slæmir hlutir. Það er ekkert hægt að lofa fjármunum í hin og þessi gæluverkefni.

Held að pólitíkusar á Íslandi kunni ekki að stjórna núorðið nema í góðæri. Þeir eru hræddir við kosningar þar sem það eina sem þeir geta lofað er blóð, sviti og tár. Engar gulrætur í boði...


mbl.is Kosningar eru hættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ok eitt nafn a.m.k.

Sem ekki má verða orðað við þessa nefnd er Jón Steinar. Trúverðugleiki nefndarinnar og þessarar rannsóknar færi til andsk. vegna þeirra tengsla sem hann hefur við Sjálfstæðisflokkinn og sér í lagi þau tengsl sem hann hefur við fyrrverandi formann flokksins og núverandi Seðlabankastjóra.

Hann er bara ekki gjaldgengur, hæfur, og yfir allan vafa hafinn í þessu máli sem viðkemur mönnum sem hann hefur umgengist mikið og stundum verið talsmaður fyrir.

Í Hagfræðings slottið er ég ekki nægilega viss um hvern innlendan aðila væri hægt að fá sem ekki nú þegar hefur myndað sér verulega skoðun og trú á málinu sem gæti litað rannsókn hans að einhverju leyti. Hagfræðingar tengdir flokknum hafa passað sig á að tala um flóðbylgju efnahagskrísunnar í heiminum og þeir sem ekki eru tengdir sjálfstæðisflokknum hafa ekki dregið úr því að benda á vanhæfni og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og stofnanna tengdum henni.

Þannig að það verður áhugavert að sjá hver fæst þar til starfans.

Umboðsmaður Alþingis hefur hljóðlátlega verið að gagnrýna ríkið og Alþingi af og til og hefur almennt verið að standa sig ágætlega. En hann er náttúrulega ráðinn af meirihluta Alþingis þannig að spurning hvort hann hafi einhver flokkstengsl? Eða náði fólk samþykkt um hann vegna þess að hann er ópólitískur?

Það verður áhugavert að sjá umfjöllun fjölmiðla um þá sem munu skipa þessa nefnd og líka það að skv. frumvarpinu verða þeir að upplýsa verðbréfa eign sína og fleira. Spurning hvort sumir innmúraðir muni hafna starfinu á þeim grundvelli?

Spennandi tímar ekki satt?


mbl.is Rannsóknarfrumvarpi dreift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá stating the obvious...

Þarft ekki að vera eldflaugavísindamaður til að sjá þetta út. Það er bara spurning hvort að þetta hik síðan 1991 sé búið að skaða þjóðarhag til langframa. Skammtíma hagsmunir virðast hafa alveg borgað sig en eins og fólk sér núna þá hefði verið gott að vera kominn inn í hús núna hjá ESB.

 


mbl.is Telur Ísland og Noreg munu ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu ölvaður?

Það er það sem ég spyr.

Var hann syngjandi ölvaður og því talinn hress kall?

Eða var hann "Paris Hilton strippar upp á borði ölvaður"?

Eða var hann "ég vil ekki tala um það hvar ég vaknaði ölvaður"?

 

Það eru auðvitað fleiri týpur af ölvun til, og fólk ræður misvel við þær. En ég myndi halda að stig ölvunar hans myndi ráða einhverju um þetta mál a.m.k til að draga úr áhyggjum fólks.


mbl.is Sakaður um að hafa verið ölvaður í boði hjá Ingibjörgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það mætti halda að...

Að kosningar geri pólitíkusa að froðufellandi, heilalausum villidýrum af þessum orðum Ingibjargar og fleiri aðila á þinginu í dag.

Að þingmenn geti ekki sinnt starfi sínu vitandi af kosningum. Að ráðherrar hverfi úr ráðuneytum út á götur til að lofa öllu og kyssa smábörn. Að þetta fólk geti bara hugsað um eitt í einu?

Og að þetta sé ósanngjarnar aðgerðir...

 

Er þetta lið ekki að muna eftir því að á þeirra vakt hrundi fjármálakerfi landsins? Sem annar stjórnarflokkurinn sá um að byggja upp og ætlar núna að endurbyggja?

Verðum við þá aftur í sömu sporum næst eftir að bankarnir verða einkavinavæddir?

 

Ef að þessir þingmenn sjá sér ekki fært að vinna vinnuna sína og taka ábyrgð á gjörðum sínum og félaga sinna og undirmanna þá held ég að þau ættu bara að hætta þessu og sleppa því að bjóða sig aftur fram.


mbl.is Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er skorið niður í góðærinu....

Og svo er skorið ennþá meira niður í kreppum...

Hvenær verður ekki lengur hægt að skera niður?


mbl.is Gæti þurft að leggja skipunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu ef hann var eftirlýstur?

Afhverju var þá ekki búið að reyna að nálgast hann heima hjá sér? Sýnist sem svo að hann hafi búið á höfuðborgarsvæðinu miðað við að móðir hans og systir tóku þátt í þessum mótmælum.

Löggan eða hver sem sá hann og handtók í Alþingishúsinu hljóp aðeins á sig í dramatíkinni held ég. Þetta var alveg óþarfi og bara til þess að bæta olíu á bálið.

Það er nefnilega mikill hluti fólks sem er alveg tilbúið að fara mótmæla á annan hátt en að hlusta bara á ræður um hluti sem það veit allt um á Austurvelli. Hversu góðar sem þessar ræður kunna að vera.

Það er einhver fóbía hér á landi hjá embættismönnum að viðurkenna að hlutirnir hafi verið gerðir á óheppilegan hátt. Menn fela sig alltaf á bakvið töfraorðið "löglegt, löglegt!" á meðan það getur verið heimskulegt og siðlaust samt sem áður.

Lögreglan á alveg í nægilegum vandræðum með almenningsálitið fyrir, þetta var ekki þeim til góðs.

Hefðu betur sótt strákinn timbraðan heim til sín eftir vísindaferðina.


mbl.is Fráleitt ólögmæt handtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma þeir þá ekki bara hingað þá?

Miðað við að krónan er á svipuðu róli og dollari zimbawe þá hljóta þeir að koma hingað næst að semja sáttir á milli almennings og valdaræningjanna á Alþingi.
mbl.is Fá ekki að fara inn í Simbabve
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband